Á Listasafninu
Á Listasafninu

Nemendur í fjórða bekk í áfanga um mál, menningu og listir (ÍSM3B05) fóru á föstudag í heimsókn á Listasafnið á Akureyri. Þar nutu þeir leiðsagnar Þorbjargar Ásgeirsdóttur safnfulltrúa um sýningu Jóns Laxdal. Enn fremur var farið í Ketilhúsið og litið á alþjóðlega samsýningu á drögum að listaverkum (Prehistoric Loom IV) og loks lögðu nokkrir leið sína í Kaktus, þar sem var að hefjast listasmiðja með texta og rit af ýmsu tagi.

Sverrir Páll kennari í hópnum tók nokkrar myndir, þær eru aðallega á Facebook.