Forkeppnin í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 4. október síðastliðinn. Átta nemendur MA komust áfram í ár, fjórir á efra stigi og fjórir á neðra stigi.

Á landsvísu tóku 245 nemendur þátt á neðra stigi en 132 á efra stigi, frá alls 24 skólum. Á neðra stigi varð Magni Steinn Þorbjörnsson 2T í 6. sæti, Friðrik Valur Elíasson 2T í 7. sæti, Sævar Gylfason 2V í 8.-9. sæti og Hrafnkell Hreinsson 2T í 17. sæti.

Á efra stigi varð Atli Fannar Franklín 4X í 2.-3. sæti, Erla Sigríður Sigurðardóttir 4X í 10. sæti, Brynjar Ingimarsson 4X í 14.-17. sæti og Sindri Unnsteinsson 3X í 18. sæti.

Atli Fannar hefur átt sæti í ólympíuliði Íslands í stærðfræði og tekur þátt í Eystrasaltskeppninni í Oulu í Finnlandi 3.-7. nóvember.

Þetta er glæsilegur árangur og þessum stærðfræðingum er hér með óskað til hamingju og velgengni í því sem framundan er.