Tengill á bókalista 1. bekkjar er í fréttinni
Tengill á bókalista 1. bekkjar er í fréttinni

Stundatöflur verða tilbúnar 5. september og opnast þá í Innu. Um það leyti fá nemendur og forráðamenn þeirra sendar upplýsingar um skólann og tölvukerfið á netföngin sem eru skráð í Innu.

Upplýsingar um námsbækur fyrir nemendur á 1. ári hefur verið tekinn saman eftir brautum. Smellið hér til að opna. Endanlegur bókalisti birtist síðan í Innu.

Skólinn er settur 8. september kl. 09:30. Kynningarfundur um skólann verður fyrir foreldra að lokinni skólasetningu en nýnemar hitta umsjónarkennara sína. Eftir hádegið verður kynning á tölvukerfi skólans og náminu framundan.

Stundaskrá nemenda er frá 8:15 til 16:35. Nemendur eru þó mislengi í skólanum eftir dögum og kennslu lýkur hjá öllum í síðasta lagi 14:35 á föstudögum.