Í dag var síðasti eiginlegur kennsludagur skólaársins og stúdentsefni kvödd.

Í skólanum héldu fjórðubekkingar síðasta söngsalinn sinn. Að því loknu komu fyrstubekkingar og báru stúdentsefnin að þrautabraut, sem var hvort tveggja í Kvosinni og utan dyra, milli Íþróttahúss og Gamla skóla. Að lokinni þrautagöngu buðu fyrstubekkingar burtfarendum veitingar í stofum. Síðan var tekið við að klæðast búningum og snæða pylsur á útisvæðinu sunnan við Skólatorg. Hafist var handa við að kveðja kennara í Kvosinni upp úr hádeginu og síðan farið akandi á traktorsvögnum heim til allmargra kennara.

Í kvöld er svo kaffisamsæti fjórðubekkinga og kennara ásamt ávörpum og skemmtiatriðum, ein af kveðjustundunum. Svo hefjast prófin upp úr helginni. Skóla verður slitið að vanda 17. júní.

Myndasyrpa frá fyrri hluta dags er á Facebook.