Til viðbótar við frásögn af frábærum árangri nemenda í keppni um liðna helgi er rétt að nefna að þrír nemendur öðluðust á dögunum rétt til að taka þátt í Ólympíukeppni í eðlisfræði í sumar.

Lokakeppni í eðlisfræði fyrir framhaldsskóla fór fram í Reykjavík fyrir rúmri viku. Þar hafnaði Atli Fannar Franklín í 2. sæti, Erla Sigríður Sigurðardóttir í 3. sæti og Brynjar Ingimarsson í því 5. Öllum stóð þeim til boða að skipa lið Íslands í Ólympíukeppninni í eðlisfræði í sumar, sem fer fram í Yogyakarta í Indónesíu. Erla og Brynjar munu taka þátt í þeim leik, en Atli Fannar valdi frekar að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði, sem fer fram í Rio de Janeiro í Brasilíu.

Vel gert hjá þessu unga fólki.