Jón Ingvi, Hanna Rún og Alexander
Jón Ingvi, Hanna Rún og Alexander

FEKI, Félag enskukennara á Íslandi, efnir árlega til smásagnasamkeppni meðal nemenda á Íslandi og er einn flokkurinn smásögur frá framhaldsskólanemendum. Þemað í ár var Roots og smásögurnar voru skrifaðar á ensku.

Nemendur skólans voru hvattir til að skila inn smásögum og bárust margar góðar sögur. Smásagnahöfundum var það í sjálfsvald sett hvernig þeir túlkuðu þemað. Enskudeild MA valdi þrjár bestu sögurnar og sendi áfram til FEKI.

Enskudeild vill þakka öllum þeim sem sendu inn sögur. Það er gaman að hafa hér við skólann svo marga færa penna.

Enskudeildin hefur haft þann sið að vera með það sem við getum kallað innanhússkeppni og fá höfundar þeirra þriggja smásagna sem kennurum deildarinnar þóttu bestar viðurkenningar þegar tilkynnt er hvaða 3 smásögur hafi þótt bestar.

Penninn Hafnarstræti hefur sýnt nemendum þá velvild, þau ár sem við höfum verið með þessa keppni, að gefa bókaverðlaun og skólinn þakkar fyrir það. Skólinn gefur MA burðarpoka og MA penna.

Allir kennarar enskudeildar lásu sögurnar og voru sammála um að eftirtaldir þrír nemendur hefðu sent inn bestu sögurnar: Þeir eru:

  • Alexander Kristján Sigurðsson með söguna The Weeping Willow,
  • Hanna Rún Hilmarsdóttir með söguna Uprooted og
  • Jón Ingvi Ingimundarson með söguna Pathetic.

 

Hér eru verðlaunahafarnir með hópi enskukennara.

Enskar smásögur

Hrefna G, Torfadóttir Jón Ingvi, Hanna Rún, Maija Kalliokoski, Hildur Hauksdóttir, Alexander,
Sigurlaug Anna aðstoðarskólameistari og Vilhjálmur B. Bragason.