Sextánda almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins miðvikudaginn 1. mars. Alls tóku 123 nemendur þátt, úr 9 skólum. Sigurvegari 16. almennu landskeppninnar er Sigurður Guðni Gunnarsson, nemandi við Menntaskólann við  Hamrahlíð.

Fjórtán efstu þátttakendum í keppninni er boðið að taka þátt í lokakeppninni, sem fer fram 25.-26. mars. Í þeim hópi er Erna Sól Sigmarsdóttir úr 3T, en hún lenti í 10. sæti í keppninni.

Óskum henni til hamingju og velfarnaðar í lokakeppninni.