Sesselja og Vilhjálmur í Kvosinni í morgun
Sesselja og Vilhjálmur í Kvosinni í morgun

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum var blásið til samkomu í Kvosinni í morgun. Þar komu fram Sesselja Ólafsdóttir leikkona og Vilhjálmur Bergmann Bragason rithöfundur, en bæði eru þau stúdentar úr MA og hafa verið við nám í Lundúnum, en Vilhjálmur er í vetur enskukennari í MA.

Þau flutt dálitla dagskrá af lögum og ljóðum sem þau sömdu að nokkru leyti í Lundúnadvölinni, fjölluðu þar meðal annars um fjölmargt sem tengist því að vera Íslendingur í útlöndum og útlendingur á Íslandi, þar sem tungumálakunnátta getur skipt sköpum í samskiptum fólks.