Ferđ í Mývatnssveit

Nemendur í 1. bekk í náttúrulćsi sóttu Mývatnssveitina heim á dögunum. Gunnhildur Ottósdóttir tók međfylgjandi myndir og Einar Sigtryggsson skrifađi

Ferđ í Mývatnssveit

Nemendur í Mývatnssveit
Nemendur í Mývatnssveit

Nemendur í 1. bekk í náttúrulćsi sóttu Mývatnssveitina heim á dögunum. Gunnhildur Ottósdóttir tók međfylgjandi myndir og Einar Sigtryggsson skrifađi ferđasöguna, en bćđi kenna ţau náttúrulćsi:

Síđastliđinn ţriđjudag fóru kennarar í náttúrulćsi međ tćplega 100 nemendur í Mývatnssveit. Veđurguđirnir hafa oft veriđ skemmtilegri en ţungskýjađ var og steypiregn á köflum. Létu ferđalangar veđriđ ekki hafa áhrif á sig og nutu ţess sem sveitin hefur upp á ađ bjóđa.

Námasfús ungmennin heimsóttu Fuglasafn Sigurgeirs og dunduđu sér viđ ađ skođa dauđa fugla jafnt sem lifandi. Tvćr afar gćfar stokkendur unnu hug og hjörtu nemenda og fengu góđgćti frá ţeim.

Nemendur skođuđu síđan Dimmuborgir, Grjótagjá og hverina viđ Námafjall. Varla var ţverfótađ fyrir ferđamönnum hvert sem komiđ var. Verst var ástandiđ í Jarđböđunum en ţangađ sigldi allur hópurinn eftir velheppnađan dag. Ţurfti ađ hleypa fólki inn í hollum ţar sem búningsklefarnir voru stappfullir. Tíu rútur voru á planinu ţegar mest var og urmull af bílaleigubílum. Í langri sögu námsferđa í Mývatnssveit muna kennarar ekki annađ eins.

Margt var ađ sjá í ţessari ferđ en nemendum fannst merkilegast ađ hvergi mátti sjá rusladalla viđ Gođafoss, Grjótagjá eđa viđ hverina. Reyndar var eitt stubbahús á hverasvćđinu en ţađ var úttrođiđ sígarettustubbum. Ţađ stakk svo í augu ađ ferđamenn gengu um svćđiđ međ skóhlífar eđa plastpoka á fótum. Hverasvćđiđ er sérlega skemmtilegur stađur ađ koma á en sorglegt var ađ sjá bláar plasthlífarnar liggja á víđ og dreif í drullunni eđa viđ hverina. Međ sameigilegu átaki tókst MA-ingum ađ snyrta svćđiđ en betur má ef duga skal.

Nemendur í Mývatnssveit

Nemendur í Mývatnssveit

Lautarferđ

Í Dimmuborgum

Viđ Gođafoss


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar