Úr Rauðu myllunni
Úr Rauðu myllunni

Leikfélag MA fumsýndi Rauðu mylluna í Sjallanum í gærkvöld fyrir troðfullu húsi og við góðar undirtektir.

Leikgerðin var í höndum nemenda sjálfra og leikstjórans, Garúnar. Meira en 80 nemendur taka þátt í þessari uppsetningu sem er allt í senn, mikill söngur, leikur, dans og hljóðfærasláttur. Sýningin var í heild afar vel heppnuð og viðtökur áhorfenda, sem fylltu salinn, voru mjög góðar.

Rauða myllan er fjörug og bráðskemmtileg sýning sem enginn ætti að missa af.

Jón Björnsson tók fjölmargar myndir á forsýningu og gaf góðfúslega leyfi til að birta þær hér á vefnum. Hafi hann þökk fyrir það.