Katrín og Ari kynna
Katrín og Ari kynna

Forinnritun í framhaldsskóla stendur yfir til 10. apríl. Nemendum í 10. bekk er boðið upp á margvíslegar kynningar á framhaldsskólunum til að auðvelda þeim valið og tryggja ígrundaða ákvörðun.

MA og VMA buðu upp á skólakynningar á haustönn fyrir 10. bekk á Akureyri og í nærliggjandi byggðum. Náms- og starfsráðgjafarnir Heimir og Lena hafa farið í skólana á Akureyri undanfarið og rætt við nemendur.

Í síðustu viku var haldinn fundur í MA fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra. Þar kynnti Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi námið og tveir nemendur í 1. bekk, þau Ari Orrason og Katrín Hólmgrímsdóttir, sögðu frá upplifun sinni af náminu í MA. Birkir Blær Óðinsson flutti tónlistaratriði í upphafi fundar. Fundurinn var vel sóttur og töluvert spurt.

Lokainnritun stendur yfir frá 4. maí til 10. júní og þá geta 10. bekkingar endurskoðað val sitt ef þeir kjósa, breytt vali á skóla eða námsbraut.

Kynning 2017

 

Birkir Blær 2017