Góđur árangur hjá nemendum ţessa helgi

Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ nemendur MA hafi stađiđ sig međ prýđi í fjölbreytilegri keppni ţessa helgina.

Góđur árangur hjá nemendum ţessa helgi

MorfÍs liđiđ
MorfÍs liđiđ

Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ nemendur MA hafi stađiđ sig međ prýđi í fjölbreytilegri keppni ţessa helgina. Eins og sagt hefur veriđ frá unnu ţeir Fjölbrautaskóla Suđurlands í Gettu betur í Sjónvarpinu á föstudag og komust ţar međ í undanúrslit.

Á laugardag var, sem einnig var frá sagt hér, forritunarkeppni framhaldsskóla á vegum HR og HA. Ţar tóku nemendur skólans 2. og 5. sćtiđ. Í liđinu sem hampar öđru sćtinu voru Artli Fannar Franklín og Brynjar Ingimarsson, báđir í 4X. Ásamt ţeim var í liđinu stúlka úr VMA, Gamithra Marga, sem er frá Eistlandi. Í fimmta sćti voru svo Friđfinnur Már Ţrastarson í 1. bekk I, Hrafnkell Hreinsson og Magni Steinn Ţorbjörnsson úr 2. bekk T.

Í kvöld lagđi liđ Menntaskólans á Akureyri liđ Menntaskólans viđ Hamrahlíđ ađ velli í MorfÍs. Ţetta voru átta liđa úrslit og Karólína Rós Ólafsdóttir var rćđumađur kvöldsins. MA mćtir nćst Flensborg í undanúrslitum 29. mars.

Menntaskólinn á Akureyri á ţví ađ ţessu sinni liđ í undanúrslitum bćđi í Gettu betur og MorfÍs. Vel af sér vikiđ.

Myndin af MorfÍs-liđinu er tekin af Facebooksíđu skólafélagsins Hugins


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar