Í
Í "Hagaskóla" í Svíþjóð

Í vetur tekur MA þátt í Nordplus samskiptaverkefni með Hagagymnasiet í Norrköping í Svíþjóð. Í síðustu viku kom Ancie Eriksson sænskukennari í heimsókn í alla dönskubekki og fjallaði um Svíþjóð og sænska menningu. Þessa vikuna er Hafdís Inga Haraldsdóttir dönskukennari að kenna í Norrköping, fer í sænskutíma á 3. ári og segir frá landi og þjóð.

Í báðum skólum hefur verið rætt um hvað Svíar og Íslendingar eiga sameiginlegt og niðurstaðan verið sú að þjóðirnar séu að upplagi mjög líkar. Þannig fjallaði Ancie um strætisvagnamenningu landanna en á báðum stöðum er sú venja áberandi að sitja einn, sé þess nokkur kostur. Hafdís kemur hins vegar inn á þann íslenska sið að telja Ísland best í heimi, svo einhver dæmi séu nefnd um það sem skilur þjóðirnar að.

Íslensku nemendurnir voru jákvæðir með heimsóknina og Hafdís lætur sömuleiðis vel af sænskum nemendum sem hafa verið áhugasamir að kynnast Íslandi betur.