Haustiđ nálgast

Sumarleyfi nemenda og kennara skólans tekur brátt enda. Skólinn verđur settur fimmtudaginn 31. ágúst, fyrr en veriđ hefur.

Haustiđ nálgast

Nćturgestur tekur saman föggur sínar
Nćturgestur tekur saman föggur sínar

Allt tekur enda, árstíđirnar líka. Enda ţótt sumum kunni ađ finnast stutt síđan sumarleyfi skólans hófst er nú svo komiđ ađ ţađ nálgast ótrúlega ađ ţví ljúki. Ţrátt fyrir allt er talsverđur firđingur í nemendum og starfsfólki ađ skólalífiđ komist á ný í fullan gang. Skólinn verđur settur á Sal í Kvosinni á Hólum fimmtudaginn 31. ágúst nćstkomandi, fyrr en áđur en ögn síđar en ađrir sambćrilegir skólar. Almanak skólaársins 2017-2018 er hér.

Skrifstofur skólans hafa veriđ opnađar ađ loknu sumarleyfi starfsfólks ţar. Ađ vanda hefur sumariđ veriđ nýtt til viđhalds og endurbóta á skólahúsunum. Međal annars hefur veriđ haldiđ áfram ađ endurgera hurđir og dyraumbúnađ í Gamla skóla, og ţar hafa gangar veriđ málađir og lagfćrđir á undanförnum árum svo ţar er sllt orđiđ hiđ glćsilegasta. Ţetta er ţó ađeins brot af ţví sem unniđ hefur veriđ.

Áratugum saman hefur Heimavist MA, síđar Heimavist MA og VMA, veriđ sumarhótel. Fjöldi nemenda skólans hefur haft ţar sumarvinnu. Fleiri hafa nýtt sér gistiađstöđu viđ skólann en ţeir sem sofiđ hafa á Hótel Eddu. Oft má sjá húsbíla og hjólhýsi á bilastćđum skólans yfir nótt og einstöku sinnum birtast tjöld á grasflötunum. Ţađ nýjasta í gistimálum viđ skólann bar fyrir augu starfsfólks á skrifstofum skólans í vikunni sem leiđ. Ţá hafđi ferđamađur tekiđ sér ódýra nćturgistingu á stéttinni viđ innganginn í gamla íţróttahúsiđ okkar. Sýnilega hefur nóttin veriđ nokkuđ köld. Myndina tók Marsilía Sigurđardóttir.

Menntaskólinn á Akureyri býđur nemendur, kennara og ađra starfsmenn velkomna til starfa á nýju skólaári.


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar