Heimsókn forseta Íslands

Forseti Íslands, Guđni Th. Jóhannesson, heimsótti Menntaskólann á Akureyri í dag og rćddi viđ nemendur og starfsmenn á Sal á Hólum.

Heimsókn forseta Íslands

Forseti Íslands, Guđni Th. Jóhannesson međ Sögu MA
Forseti Íslands, Guđni Th. Jóhannesson međ Sögu MA

Forseti Íslands, Guđni Th. Jóhannesson, heimsótti Menntaskólann á Akureyri í dag. Hann kom í skólann skömmu eftir hádegi og ţá var hringt á Sal og dagskrá ađ ţessu tilefni.

Nemendur hófu leikinn á ţví ađ syngja Hesta-Jóa, sem er einkennislag ţeirra, en síđan ávarpađi Ívan Árni Róbertsson stjórnarmađur í skólafélaginu Hugin forsetann fyrir hönd nemenda og fjallađi međal annars um stöđu skólafólks og framtíđarsýn. Björn Kristinn Jónsson formađur Hugins fćrđi forsetanum ađ gjöf Sögu Menntaskólans á Akureyri. Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir ađstođarskólameistari ávarpađi forsetann og sćmdi hann gulluglu, heiđursmerki skólans og gat ţess ađ gamall nemandi skólans, Kristján Eldjárn forseti, hefđi fyrstur hlotiđ hana.

Guđni forseti ávarpađi nemendur og starfsfólk og sagđist hafa búiđ sig undir heimsóknina međ ţví ađ spyrjast fyrir um skólann hjá fjölmörgum vinum og félögum, sem vćru stúdentar úr MA. Ţannig dró hann upp skemmtilega mynd af skólanum eins og honum birtist hún samkvćmt ţessum heimildum. Ţađ var léttur og mildur tónn í ţessu ávarpi eins og reyndar í allri ţessari heimsókn.

Ađ loknu ávarpi forsetans fengu ansi margir myndir af sér međ honum, en síđan var fariđ í stutta kynnisferđ um skólahúsin, ţar sem Sverrir Páll sagđi frá einu og öđru úr sögu skólans og skólahúsanna. Litiđ var inn í sögutíma hjá Kristni Berg Gunnarssyni og 1. bekk A og fariđ á Bókasafn MA, ţar sem Ragnheiđur Sigurđardóttir yfirbókavörđur sagđi međal annars frá safni ljóđabóka í Ljóđhúsi. Ađ ţví loknu ţáđi Guđni Th. kaffi og pönnukökur á kennarastofunni og spjallađi viđ kennara uns hann hvarf á braut ásamt forsetaritara, Örnólfi Thorssyni.

Ţessi heimsókn Guđna Th. Jóhannessonar var ánćgjuleg í alla stađi. Hafi hann ţökk fyrir komuna

Margar myndir eru á Facebooksíđu skólans.


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar