Á föstudaginn fóru nemendur í náttúrulæsi út og unnu að hreinsunarstörfum á skólalóðinni undir stjórn nemenda í vistfræði í 4. bekk. Á síðasta ári var farin hreinsunarferð um strandlengjuna hér við Akureyri en í þetta sinn var tími knappari til verka og farið eingöngu um skólalóðina.

Í lokin gróðursettu nemendur nokkrar trjáplöntur við Gamla skóla.

Myndasyrpa er á Facebook