Spariföt og kræsingar
Spariföt og kræsingar

Ein af ágætum hefðum hér í skóla er að næstsíðasta kennsludag koma nemendur 4. bekkjar í betri fötunum í skólann og bjóða sterfsfólki í kaffi á Sal í Gamla skóla. Þá er brugðið upp tilbrigði við allsnægtaborðið með pönnukökum, kleinum, tertum og heitum brauðréttum ásamt ávöxtum af ýmsu tagi. Þessu er rennt niður með kaffi eða léttari drykkjum.

Sparifatakaffið var á Sal núna áðan og hefur aldrei verið glæsilegra eða kræsilegra. Skólameistari kvaddi sér hljóðs og benti á að þessi góða hefð væri í reynd fyrsta kveðjustund af mörgum á leiðinni til brautskráningar. Hann þakkaði fyrir hönd starfsfólksins og óskaði fjórðubekkingum velfarnaðar á næstu vikum og bað þá sérstaklega að fara gætilega á Dimissio á morgun og hugsa vel um heilsuna á þessu kalda sumri.

Myndir í Myndasafni.