Frá dagskrá um Jonna í Hamborg í Kvosinni
Frá dagskrá um Jonna í Hamborg í Kvosinni

Jonna í Hamborg var minnst í fallegri og skemmtilegri athöfn í Kvosinni í dag. Jón Hlöðver Áskelsson og Sigrún Steingrímsdóttir fóru yfir ævi og feril Jonna og Sigrún dró fram myndir úr fjölskyldualbúminu, en faðir hennar, Steingrímur J. Þorsteinsson og Jonni voru í raun bræður. Sólveig Björg Dyhre Hansen, systir þeirra, sem búsett er í Óðinsvéum, kom til landsins að þessu tilefni og ávarpaði samkomuna í lokin. Agnar Már Magnússon djasspíanisti lék á flygilinn.

Jón Már Héðinsson færði þeim Jóni Hlöðver, Sigrúnu og Sólveigu að gjöf bókina Lifandi húsið, sem Tryggvi Gíslason fyrrum skólameistari hefur tekið saman um Gamla skóla og að lokum færði Ludvig Kári Forberg Jóni Hlöðver heiðursskjal Jazzklúbbs Akureyrar fyrir óeigingjarna forystu klúbbsins í 30 ár

Hér eru nokkrar myndir.