Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

Kennarar í menningar- og náttúrulæsi í 1. bekk fóru á föstudag í kynnisferð í framhaldsskóla í Borgarnesi og Mosfellsbæ. Menntaskóli Borgarfjarðar og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ eru nýlegir skólar í húsum sem hönnuð hafa verið miðað við breytingar og nýjungar í námi og námskrá. Skólinn í Borgarnesi stendur á eldri merg en námskrá hans hefur verið breytt samkvæmt nýrri aðalnámskrá og miðað við að nám taki þrjú ár. Skólinn í Mosfellsbæ var skipulagður frá grunni í kringum nýja námskrá og þriggja ára nám. Það er þó aðeins lítill hluti nemenda skólanna sem lýkur skólanum á þremur árum.

Farið var í kynnisferðir um skólana og húsakostur, húsgögn, kennslu- og námstæki skoðuð. Í Borgarnesi eru kennslustofur breytanlegar og hægt að stækka þær og minnka eftir þörfum og nýta sem vinnustofur í verkefnavinnu. Í Mosfellsbæ eru stofur misstórar og auk þeirra smærri vinnurými, les- og verkefnastofur. Skólinn skiptist í svæði eftir viðfangsefnum og í hverju svæði er alrými með húsgögnum þar sem nemendur vinna einnig að verkefnum. Í báðum skólum er myndarlegt og vel búið mötuneyti og matsalur.

Móttökur í báðum skólunum voru mjög góðar og heimsóknin afar fróðleg. Farið var yfir skólafyrirkomulagið á báðum stöðum, helstu áherslur og markmið og gerð grein fyrir árangri nemenda. Þessi kynnisferð var öll hin besta og fróðlegasta.

Stærðfræðitími í Mosfellsbæ:

Stæðrfræðitími í Mosfellsbæ

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á kennarstofunni í Borgarnesi:

Á kennarstofunni í Borgarnesi