Hildur Hauksdóttir segir frá hraðlínunni
Hildur Hauksdóttir segir frá hraðlínunni

Á fimmtudaginn í síðustu viku var haldinn árlegur kynningarfundur um hraðlínu í MA. Fundurinn var vel sóttur og voru gestir duglegir að spyrja út í námsfyrirkomulag. Núverandi nemendur á hraðlínu voru verkefnisstjóra og stjórnendum innan handar, heilsuðu upp á gesti og svöruðu spurningum þeirra greiðlega.

Að venju hófst fundurinn með tónlistaratriði. Í ár sungu Hekla Liv Maríasdóttir og Freyja Steindórsdóttir um hana Emmylou án undirleiks og uppskáru góðar undirtektir.

Við þökkum gestum okkar fyrir komuna og hlökkum til næsta skólaárs. Nánari upplýsingar um hraðlínuna má finna hér: http://www.ma.is/is/namid/ny-namskra-2016/hradlina-fra-2016

Hrad-17