Lokadagar

Skólaárinu er ađ ljúka og prófum er lokiđ nokkru fyrr en venjulega. Skólaslit verđa međ hefđbundnum hćtti 17. júní.

Lokadagar

Hólar á hátíđardegi
Hólar á hátíđardegi

Skólaárinu er ađ ljúka ţessa dagana og prófum er lokiđ nokkru fyrr en venjulega. Skólaslit verđa međ hefđbundnum hćtti 17. júní.

Ţar sem skólaáriđ hófst á síđasta hausti nokkru fyrr en áđur er skólaárinu jafnframt ađ ljúka fyrr og vorannarpróf hafa nú veriđ fyrr en venja er til. Reglulegum prófum lauk í síđastliđinni viku en sjúkrapróf og endurtökur hafa veriđ í ţessari viku. Síđasti kennarafundur ársins er á morgun, föstudag, og starfsfólk fer í vorferđ til Siglufjarđar ađ honum loknum. Rćstitćknar hefa unniđ hörđum höndum viđ ađ skúra, skrúbba og bóna svo hús skólans verđi glćsileg ţegar gestir flykkjast hingađ í kringum hátíđahöldin, og áfram hefur veriđ haldiđ viđ ađ koma listasafni skólans í besta form.

Skóla verđur slitiđ međ hefđbundnum hćtti 17. júní í Íţróttahöllinni og hefst athöfnin klukkan 10. Ađ ţessu sinni verđa brautskráđir 164 stúdentar. Ţetta er í nćstsíđasta sinn sem brautskráđir eru stúdentar úr fjórđa bekk, en á nćsta vori verđur stúdentahópurinn tvöfaldur, ţá verđa brautskráđir stúdentar úr síđasta fjórđa bekknum og fyrsta hópnum sem lýkur prófi í ţriggja ára kerfinu.

Innritun nemenda í fyrsta bekk á komandi skólaári stendur enn yfir og um miđja nćstu viku mun liggja fyrir hve margir verđa í fyrsta bekk skólaáriđ 2018-2019.

Afmćlisstúdentar munu flykkjast til Akureyrar í nćstu viku og gleđjast á tímamótum međ ýmsu móti, međal annars MA-hátíđinni í Íţróttahöllinni ađ kvöldi 16. júní. Á sama stađ verđur ađ vanda hátíđarsamkoma nýstúdenta og fjölskyldna ţeirra ađ kvöldi 17. júní.

Skrifstofur skólans verđa opnar til 22. júní. Ţá tekur viđ sumarleyfi allra starfsmanna.


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar