Kathrin Reinli á beininu
Kathrin Reinli á beininu

Kathrin Reinli frá Sviss var skiptinemi í Menntaskólanum á Akureyri veturinn 1982-83. Hún kom í skólann í dag, en hún er hér í heimsókn hjá gömlu fósturfjölskyldunni sinni. Hún leit meðal annars inn í Meistarastofu og þá rifjaðist upp fyrir henni eitt og annað. Hún hafði til dæmis aldrei verið tekin á beinið, svo hún notaði tækifærið og tyllti sér á hið eina og sanna bein, hvalbeinið, sem Sigurði skólameistara Guðmundssyni var gefið forðum daga.

Elstu menn muna að Kathrin lagði sig mjög fram við íslenskunámið á sínum tíma og talsvert situr af því enn í henni. Þetta var skemmtileg heimsókn.