Illugi Gunnarsson og Jón Már Héðinsson
Illugi Gunnarsson og Jón Már Héðinsson

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra heimsótti skólann í morgun. Að því tilefni var hringt á Sal og Jón Már Héðinsson skólameistari sæmdi ráðherra gulluglunni, heiðursmerki skólans. Það er hefð þegar menntamálaráðherra, æðsti yfirmaður stofnunarinnar, kemur í opinbera heimsókn í fyrsta sinn og ávarpar nemendur og starfsfólk á Sal þá er honum veitt heiðursmerki skólans, gulluglan.

Menntamálaráðherra ávarpaði nemendur og ræddi við þá um nám, menntun, framtíð og möguleika sem í henni biðu. Hann hvatti þá mjög til dáða og óskaði þeim velfarnaðar.