Kristján Þór Júlíusson á Sal
Kristján Þór Júlíusson á Sal

Í gær heimsótti skólann Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra. Hann fór með Jóni Má skólameistara í göngu um skólahúsin og kom svo á Sal í Kvosinni í löngufrímínútum. Við þá athöfn sæmdi skólameistari Kristján Þór gulluglu skólans, eins og jafnan þegar ráðherrar koma í heimsókn.

Kristján Þór er gamall nemandi skólans, varð stúdent 1977 og á því 40 ára stúdentsafmæli í vor. Í spjalli sínu við nemendur minntist hann skóladaganna og dvalarinnar í MA og svaraði að lokum nokkrum spurningum nemenda, sem flestar tengdust styttingu náms til stúdentsprófs og fleiri þáttum sem snúa að hag nemenda.

Kristján Þór

Kristján Þór