Franzeska Frischknect og Hrefna G. Torfadóttir
Franzeska Frischknect og Hrefna G. Torfadóttir

Sumir dagar eru öðrum litríkari og best þegar eitthvað kemur verulega á óvart.

Í gær kom í heimsókn í skólann kona sem kvaðst hafa verið skiptinemi hér skólaárið 1968-1969. Hún kvaðst hafa átt tvær góðar vinkonur hér í í skóla, önnur væri látin en hin hefði verið dökkhærð stúlka með gleraugu og héti Hrefna. Böndin bárust fljótt að Hrefnu Gunnhildi Torfadóttur enskukennara.

Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar Franzeska Ansula Keller-Frischnecht frá Sviss og Hrefna G. Torfadóttir hittust, en Hrefna sagði að þær hefðu einu sinni hist hér á Akureyri síðan þær ættu saman góðar stundir í skólanum, en það var fyrir um það bil 40 árum.

Hildur Hauksdóttir smellti þessari mynd af þeim vinkonum.