Nordplus-farar MA
Nordplus-farar MA

Hafdís Inga Haraldsdóttir dönskukennari verður í Árósum dagana 17. – 22. september ásamt fimm nemendum, Berglindi Björk Guðmundsdóttur, Ernu Sól Sigmarsdóttur og Ragnheiði Pétursdóttur úr 4. T og Sölva Halldórssyni og Þóru Kristínu Karlsdóttur úr 4. X. Þau taka þar þátt í Nordisk sprogfestival, þar sem verða ýmsir viðburðir í tilefni þess að Árósar eru menningarborg Evrópu.

Þátttakendur eru nemendur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi auk gestgjafa frá Danmörku. Verkefnið fékk styrk frá Nordplus og "Ekspertgruppen for det nordiske språksamarbeidet"

Fylgjast má með á bloggsíðunni http://nordisksprogfest2017.blogspot.dk/