Sunna, Ari, Nanna og Jón Már
Sunna, Ari, Nanna og Jón Már

Jón Már Héðinsson skólameistari var viðstaddur hátíð brautskráðra doktora við Háskóla Íslands í gær. Þar hitti hann þrjá fyrrum nemendur MA sem voru meðal 66 doktora, sem heiðraðir voru með gullmerki skólans. Þeir voru:

Ari Jón Arason, stúdent 2003. Hann lauk doktorsprófi í líf- og læknavísindum frá  læknadeild 29. janúar 2016. Heiti ritgerðar hans er: Hlutverk grunnfrumna úr berkjuþekju í vefjamyndun og trefjun (The functional role of human bronchial derived basal cells in regeneration and fibrosis).

Nanna Ýr Arnardóttir, stúdent 2002. Hún lauk doktorsprófi í heilbrigðisvísindum frá læknadeild 17. maí 2016. Heiti ritgerðar hennar er: Tengsl hreyfingar og heilsu – Þýðisrannsókn á eldri körlum og konum á Íslandi (Linking physical activity and health – A population study of elderly Icelandic men and women).

G. Sunna Gestsdóttir, stúdent 1996. Hún lauk doktorsprófi í menntavísindum frá  uppeldis- og menntunarfræðideild 24. maí 2016. Heiti ritgerðar hennar er: Andleg líðan á unglings- og snemmfullorðinsárum – Breyting á andlegri líðan sem og tengsl við þrek og hreyfingu (Mental well-being in adolescence and young adulthood – Changes and association with fitness and physical activity).

Enn einn MA stúdentinn sem lauk doktorsprófi á árinu og var heiðraður við þetta tækifæri er

Þórdís Edda Jóhannesdóttir, stúdent 2004. Hún lauk doktorsprófi í íslenskum bókmenntum frá íslensku- og menningardeild þann 7. nóvember síðastliðinn. Heiti ritgerðar: Jómsvíkinga saga – Sérstaða, varðveisla og viðtökur. Hún var ekki með á myndinni, því miður.

Við athöfnina fluttu ávörp Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, og Sunna Gestsdóttir mælti fyrir hönd nýbrautskráðra doktora.