Nýnemar, námsálag og lítiđ brottfall

Greiđsluseđlar innritunargjalda hafa veriđ sendir nýnemum í heimabanka. Óvenjulítiđ fall var í fyrsta bekk ţrátt fyrir aukiđ álag. Brugđist er viđ ţví međ

Nýnemar, námsálag og lítiđ brottfall

Greiđsluseđlar vegna innritunargjalda fyrir skólaáriđ 2017-18 hafa veriđ sendir í heimabanka nemenda eđa forráđamanna. Ađ ţessu sinni verđa greiđsluseđlar ekki sendir í pósti. Verđandi nýnemar fá einnig rafrćnt bréf til stađfestingar á inngöngu ţeirra í skólann og ýmsar hagnýtar upplýsingar.

Ef allir nemendur sem nú eru á skrá í skólanum skila sér ađ hausti verđa nemendur um 770, sem er töluvert fleiri en síđasta skólaár. Ţó voru fćrri nýnemar teknir inn en í fyrra. Ţađ skýrist af ţví ađ brottfall úr skólanum er minna, og  munar ţar mestu um hversu vel fyrstu bekkingum gekk í vetur.

Töluverđ umrćđa var í vetur um mikiđ álag á nemendur í nýrri námskrá sem tók gildi í haust og er ekki ađ efa ađ skólinn var krefjandi, einingafjöldi á önn var meiri en í fjögurra ára kerfinu og vinnudagurinn langur. En nemendur tóku námiđ föstum tökum og ţessari áskorun af vinnusemi. Námsárangur nemenda var góđur, ţađ kom strax í ljós í miđannarmati í byrjun nóvember 2016 og skilađi sér einnig í námsmati báđar annir. Skólinn brást viđ auknu álagi međ ţví ađ taka upp námsmatsdaga sem dreifđust yfir skólaáriđ og gaf nemendum tóm til ađ vinna ađ verkefnum. Á nćsta skólaári verđur álag ţó minna en á liđnum vetri og vinnudagurinn styttri, auk ţess sem á ný verđur horfiđ ađ 40 mínútna löngum kennslustundum í stađ 50 mínútna, sem reyndar voru í vetur.

Á haustönn var tekinn upp nýr áfangi, Nýnemafrćđsla og forvarnir í umsjón námsráđgjafa og skólasálfrćđings. Ţessi áfangi er góđ viđbót viđ ţađ sem hefur veriđ í bođi í stođţjónustu skólans ţví ţar er hćgt ađ ná til allra nemenda á fyrsta ári međ mjög skilvirkum hćtti. Á vorönn var nemendum í fyrsta bekk bođiđ upp á einn tíma í viku í jóga og slökun og einu sinni í mánuđi 40 mínútna djúpslökun. Auk ţessa var einn tími á viku í núvitundarfrćđslu. Mögulega hefur ţessi nýbreytni, ásamt öflugri umsjón, áhugaverđu námi og góđri kennslu, hjálpađ nemendum ađ kikna ekki undan álagi heldur eflast sem námsmenn.


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar