Mikill ys og þys var í skólanum í gær, enda streymdu í heimsókn nemendur 10. bekkjar grunnskólanna á Akureyri og kynntu sér líf og starf í MA. Í síðustu viku voru í heimsókn nemendur úr norðlenskum grunnskólum utan Akureyrar og nágrennis.

Á hverju hausti koma nemendur 10. bekkjar grunnskólanna á Norðurlandi í heimsóknir í MA. Náms- og starfsráðgjafarnir í skólanum og stjórn skólafélagsins Hugins taka á móti gestunum. Gerð er grein fyrir skólastarfinu og félagsstarfinu í MA og fyrirspurnum gestanna svarað. Síðan er gengið um skólahúsin, komið inn á Bóksasafn MA og litið inn í kennslustundir.

Þessar heimsóknir eru ánægjulegar og enn ánægjulegra þegar margir þessara gesta koma til náms ári síðar.

Heimir námsráðgjafi var með myndavélina.

Heimsókn Heimsókn
Heimsókn Heimsókn
Heimsókn Heimsókn
Heimsókn Heimsókn
Heimsókn