Skólaslit 2018

Menntaskólanum á Akureyri var slitiđ 17. júní í 138. sinn. Alls átta nemendur hlutu ágćtseinkunn. Elsti júbílamt sem ávarpađi samkomuna var 70 ára stúdent.

Skólaslit 2018

Stúdentar MA 2018
Stúdentar MA 2018

Menntaskólanum á Akureyri var slitiđ 17. júní í 138. sinn. Á međan gestir flykktust í Íţróttahöllina lék Birna Eyfjörđ Ţorsteinsdóttir á píanó, en hún er nýr konsertmeistari MA. Viđ upphaf athafnarinnar léku ţrjár stúlkur, Una Haraldsdóttir á píanó, Sólrún Svava Kjartansdóttir á fiđlu og Rún Árnadóttir á selló.

Úr rćđu skólameistara

Jón Már Héđinsson skólameistari hóf mál sitt á ađ benda á ţá megináherslu skólans ađ hafa velferđ nemandans í forgrunni og hún sameinađist í einkunnarorđunum virđingu, víđsýni og árangri. Hann gat ţess ađ nú vćri nćstsíđasti fjórđi bekkur skólans ađ brautskrást og nćsta vor yrđi sá síđasti brautskráđur ásamt fyrsta ţriđja bekknum, samkvćmt nýrri skólaskipan, sem unniđ hafi veriđ ađ hörđum höndum. Ráđuneyti menntamála hafi samţykkt nýja námskrá skólans á hefđbundnum sviđum, tungumálum, félagsgreinum, náttúruvísindum og raungreinum. Auk ţess byđi skólinn upp á tónlistarstúdentspróf í samvinnu viđ Tónlistarskólann á Akureyri og ađra tónlistarskóla á Norđurlandi. Ţegar helmingur námsins vćri byggđur á vali nemendanna yrđu nemendur ađ nýta sköpunarkrafta sína og skólinn ađ vera skapandi lćrdómsstofnun.

Skólameistari áréttađi ađ í ţriggja ára námskrá yrđi bekkjakerfinu haldiđ og kostir ţess nýttir til jákvćđra samkipta, samvinnu og félagsfćrni. Í kerfinu fćlist jafnframt sveigjanleiki til ađ taka námiđ á hálfu til einu ári til viđbótar, ef nemendur kysu ţađ. Lykilatriđi vćri ađ mennta nemendur sem sjálfstćđa borgara međ sterka siđferđisvitund. Og nemendur ţyrfti ađ styđja á misbröttum vegi hvers og eins. Til ţess hefđi skólinn á ađ skipta öflugu forvarnateymi, tveimur náms- og starfsráđgjöfum og einum sálfrćđingi. Tímarnir hefđu breyst og skólarnir međ,„ţađ ţarf hugkvćmni til ađ koma til móts viđ ţennan fjölbreytta nemendahóp. Ţađ er ekki lengur hćgt ađ ganga út frá ţví ađ í bóknámi sé hćgt ađ bjóđa bara upp á ódýrustu kennsluhćttina sem eru fyrirlestrar yfir stórum hópum, nú ţarf meiri leiđsagnarkennslu.“

Jón Már sagđi frá samstarfi framhaldsskóla á Norđurlandi, međal annars vel heppnađri samvinnu MA og VMA á nýliđinni önn, sem framhald yrđi á. Menntamálaráđherrar hafi sýnt samstarfi skólanna velvilja, en hins vegar hafi MA ekki fengiđ fjárveitingu til ađ fćra skólaáriđ til fulls til samrćmis viđ ađra skóla.

Í skólanum voru í vetur 742 nemendur en starfsmenn voru 80 og skólameistari ţakkađi ţeim vel unnin störf. Hann kvaddi svo ţrjá kennara sem lengi hafa kennt viđ skólann, Sigurđ Ólafsson fyrir 24 ára starf, Sigurđ Bjarklind fyrir 40 ára starf og Sverri Pál Erlendsson fyrir ađ hafa starfađ í 44 ár.

Skólameistari fjallađi um mikilvćgi félagslífs í skóla og ţess ađ nemendur stýrđu ţví og skipulegđu sjálfir, ţetta vćri í raun verkleg ćfing í grunnţáttum menntunar. Mjög margir byđu sig fram til embćtta í félagsstarfinu og kosningaţátttaka hefđi nú veriđ um 90%. Hann sagđi ađ öflugur skóli ţrifist ekki nema međ blómlegu félagslífi og ađ ţví ţyrfti ađ hlú í styttum skóla. Skólafélagiđ Huginn hefđi sem fyrr stýrt glćsilegri vímulausri árshátíđ, Leikfélag MA sýnt LoveStar af metnađi svo eftir hefđi veriđ tekiđ, sigurvegarinn í söngkeppni MA hefđi líka unniđ söngkeppni framhaldsskólanna, Gettu betur liđiđ hefđi fariđ í undanúrslit og Morfís stađiđ sig međ prýđi, skólablađiđ Muninn hefđi komiđ út vor og haust og jafnréttisráđ starfađ ötullega, haldnar fjölmargar kvöldvökur og peningum safnađ fyrir Afliđ í góđgerđaviku. Ţá hefđu nemendur stađiđ sig afar vel í námstengdri keppni, međal annars í stćrđfrćđi, eđlisfrćđi, ţýsku og ensku og auk ţess unniđ til verđlauna í ljóđa- og sagnagerđ. Ţá mćtti nefna ţátttöku í samfélagsverkefnum, afburđanemendur í listgreinum og afreks- og landsliđsfólk í íţróttum. Ţannig mćtti lengi telja ţá góđu nemendur sem bćru hróđur skólans víđa, heima og erlendis.

Fulltrúar afmćlisárganga tóku til máls og fćrđu skólanum kveđjur og gjafir. Fulltrúi 70 ára stúdenta var Sváfnir Sveinbjarnarson, 60 ára stúdenta Lovísa Sigurđardóttir, 50 ára stúdenta Kristín Indriđadóttir, 40 ára stúdenta Helga Ragnheiđur Gunnlaugsdóttir, 25 ára stúdenta Laufey Árnadóttir og fulltrúi 10 ára stúdenta var Konráđ S. Guđjónsson. Fulltrúi 25 ára stúdenta greindi frá úthlutun úr Uglusjóđi, hollvinasjóđi MA.

Skólameistari brautskráđi ţessu nćst 164 nýstúdenta og hlutu margir verđlaun og viđurkenningar fyrir árangur sinn í námi og áhrif á skólalífiđ. Alls hlutu átta nemendur ágćtiseinkunn 9 eđa hćrra og margir fleiri fengu verđlaun og viđurkenningar fyrir árangur sinn:

 • Hćsta einkunn á stúdentsprófi, sem er međaltal einkunna öll fjögur skólaárin, hlaut Erna Sól Sigmarsdóttir, 9,56. Hún var dux og hlaut fyrir ţađ gulluglu frá skólanum. Hún fékk verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnafrćđi, framúrskarandi árangur í eđlisfrćđi frá Norđurorku, í líffrćđi frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum frá Gámaţjónustunni.
 • Nćsthćstu einkunn hlaut Ragnheiđur Pétursdóttir, 9,52,  en hún hlaut fyrir árangur sinn Raungreinaverđlaun Háskólans í Reykjavík, verđlaun frá danska sendiráđinu fyrir framúrskarandi árangur í dönsku og frá ţýska sendiráđinu fyrir framúrskarandi árangur í ţýsku
 • Eva María Aradóttir hlaut 9,35, en hún hlaut verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í spćnsku.
 • Urđur Andradóttir hlaut einkunnina 9,33, verđlaun frá Norđurorku fyrir framúrskarandi árangur í eđlisfrćđi, frá Ţórarinssjóđi fyrir framúrskarandi árangur í frönsku, frá Íslenska stćrđfrćđafélaginu fyrir framúrskarandi árangur í stćrđfrćđi og úr Hjaltalínssjóđi fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og ensku.
 • Hrafnhildur Gunnarsdóttir var međ einkunnina 9,26, en hún hlaut verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum.
 • Iđunn Andradóttir var međ lokaeinkunnina 9,22, og hlaut verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum.
 • Ragnar Sigurđur Kristjánsson var međ 9,14 á stúdentsprófinu og hlaut verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í hagfrćđi og verđlaun úr Brynleifssjóđi fyrir afar góđan árangur í sögu.
 • Oddur Pálsson var međ einkunnina 9,06, en hann hlaut Íslenskuverđlaun MA, bók frá Pennanum Eymundssyni, og verđlaun úr Brynleifssjóđi fyrir framúrskarandi árangur í sögu.
 • Agnes Ögmundsdóttir fékk  verđlaun frá SBA fyrir afar góđan árangur í ferđamálafrćđi.
 • Harpa Jóhannsdóttir fékk verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í félagsfrćđi.
 • Ingvar Ţóroddsson fékk Menntaverđlaun Háskóla Islands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og verđlaun fyrir eftirtektarverđan árangur í listum og félagsstarfi. Einnig fékk hann gjöf frá skólanum fyrir forystu og stjórn í félagsstarfi nemenda.
 • Katla Dögg Traustadóttir fékk verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í ensku.
 • Katla Ţórarinsdóttir hlaut viđurkenningu fyrir framúrskarandi skólasókn og ástundun.
 • Sindri Unnsteinsson hlaut verđlaun frá Íslenska stćrđfrćđafélaginu fyrir framúrskarandi árangur í stćrđfrćđi.
 • Sólrún Fríđa Friđriksdóttir hlaut verđlaun úr Ţórarinssjóđi fyrir framúrskarandi árangur í frönsku.
 • Sunna Birgisdóttir hlaut verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í sálfrćđi.
 • Tinna Björg Gunnarsdóttir hlaut verđlaun fyrir framúrskarandi árangur í sálfrćđi.
 • Ţóra Kristín Karlsdóttir hlaut Stjörnu-Odda verđlaunin frá Vísindafélagi Norđlendinga fyrir árangur sinn í störnu- og stjarneđlisfrćđi.

 

Ađ brautskráningu lokinni flutti Ingvar Ţóroddsson fráfarandi formađur skólafélagsins Hugins ávarp nýstúdenta.

Ađ lokum flutti skólameistari nýstúdentum kveđjuorđ, ţakkađi ţeim ánćgjulegt samstarf og ţátttöku í breytingaferli skólans. Hann ítrekađi mikilvćgi kveđjustunda og rćkt vinabanda og hvatti ţá til ađ trúa á drauma sína, seiglu og hćfileika.

Athöfninni lauk á ţví ađ allir sungu skólasöng MA, Undir skólans menntamerki.


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar