Í tilefni að 110 ára afmæli Gamla skóla var í haust ákveðið að setja upp söguskilti við skólann. Nú hefur þessu skilti verið komið fyrir við gangstíginn að Gamla skóla, við Eyrarlandsveg. Á skiltinu eru myndir af húsum skólans, gömul og ný af Gamla skóla og smærri myndir af öðrum, og örlítil frásögn um þau á íslensku og ensku. Enn fremur er þarna uppdráttur að húsum skólans og tengingu þeirra.

Margir hafa lagt hönd að verki við að gera þetta skilti, en Dagný Reykjalín hjá BLEK hönnun gekk frá útliti þess, hún hannaði einnig merki skólans og hefur aðstoðað við merkingar innanhúss í skólahúsunum.

Mikil umferð gangandi fólks og ferðamanna er á þessum slóðum, jafnt innlendra og erlendra og því þótti við hæfi að hafa skýringartexta á skiltinu einnig á ensku. Eins er gefið upp netfang skólans, en á vefnum, ma.is, er að finna upplýsingar um hann á ensku, dönsku, þýsku og frönsku.

Söguskilti