Lið Menntaskólans á Akureyri komst í kvöld í undanúrslit í Gettu betur eftir jafna keppni við lið Fjölbrautaskóla Suðurlands. Lokatölur voru 26 stig gegn 23. Jafnt var eftir hraðaspurningar, 13:13.

Nest viðureign verður á fimmtudag í næstu viku, þá er fyrri undanúrslitakeppnin og MA keppir við lið Kvennskólans. Á laugardag er svo seinni undanúrslitaleikurinn og þá keppir MH við ME.

Svolítill hópur nemenda fór suður með rútu í dag og var viðstaddur keppnina og kemur norður í nótt á ný. Á morgun er svo keppt í MorfÍs hér í MA. Þá eigast við lið MA og MH. Umræðuefnið er Takmarkalaust tjáningarfrelsi. MH mælir með því en MA á móti. Það er nóg að gera í félagslífi nemenda.

Myndin er skjáskot úr Sjónvarpinu.