Prófum er nánast lokið en enn eru þó eftir endurtökupróf sem verða á morgun, föstudag, klukkan 9.00.

Skólastarf á vorönn hefst mánudaginn 30. janúar. Prófsýningar í flestum greinum hefjast klukkan 10.00. Að þeim loknum, klukkan 12.50, hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Frá því reglulegum prófum lauk hafa kennarar og starfsfólk unnið að frágangi prófa og fínpússað skipulag og áætlanir fyrir komandi önn. Í gær var Þorrastefna, fundur allra starfsmanna skólans, en þar var margt á dagskrá, meðal annars umræður um almanak nýs skólaárs, miðað við að skóli verði settur í lok ágúst næsta haust, kynning á leiðsagnarmati frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og stutt kynning og námskeið í skyndihjáp, undir stjórn björgunarsveitarfólks. Þá var og boðið til þorramatar í Heimavist.