Vorblað Munins kom í dag
Vorblað Munins kom í dag

Vorblað Munins kom út í dag. Lestrarstund var í Kvosinni yfir litríku og efnismiklu blaði og frostpinnar kældu hugann í gluggasólskininu. Ritstjórnina skipuðu að þessu sinni Kristófer Alex Guðmundsson, Arnfríður Þórlaug Bjarnadóttir, Salóme Hollanders, Karólína Rós Ólafsdóttir, Sigríður Hafdís Hannesdóttir, Sölvi Halldórsson, Guðrún Hulda Ólafsdóttir, Lovísa H. Jónsdótir og Dilja Björt Bjarmadóttir.

Það er alltaf dálítil stemming yfir því þegar Muninn kemur út. Fólk situr sem fastast og les og skoðar myndir. Að þessu sinni jók húsband skólablaðsins á stemminguna og spilaði ljúfan kaffihúsadjass. Þar lék Una Haraldsdóttir á píanó, Atli Björn Jóhannesson og Sölvi Karlsson á gítara, Gunur Vignisdóttir á bassa og Hjörtur Snær Jónsson á trommur.

Nú svífur yfir andi lokadaganna í skólanum. Dimissio er á föstudag.

Margar myndir á Faceboook.