Í Kjarnaskógi
Í Kjarnaskógi

Í dag var vorblót í menningar- og náttúrulæsi í indælisveðri í Kjarnaskógi og lauk með pylsuveislu.

Gengið var frá MA suður í Kjarnaskóg og þar var þessum rúmlega 200 manna hópi skipt í smærri einingar og unnu að alls kyns hreinsunar- og snyrtingarstörfum undir leiðsögn skógarmanna og kennaranna í áföngunum. Menningarlæsið hefur verið að fást við eitt og annað sem tengist samfélagsþjónustu, svo þessi dagur hljómaði vel með því, og í náttúrlæsi hefur verið fjallað um náttúruna vítt og breitt og gott að enda á því að þreifa á henni.

Að lokum voru svo grillaðar pylsur og virtist sem matarlystin væri alveg í fullkomnu lagi eftir þessa ágætu samveru úti í súrefninu. Brosin voru að minnsta kosti afskaplega mörg og hlý.