Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 2
Undanfari: Enginn


Lýsing á efni áfangans

Viðfangsefni hagfræðinnar, skortur, skilvirkni, jöfnuður, fórnarkostnaður, framleiðni, hlutfallslegir yfirburðir, sérhæfing í viðskiptum, innflutningur, útflutningur, framboð, eftirspurn, markaðsjafnvægi, teygni, verðþak, verðgólf, skattheimta, skilvirkni markaða, neytenda og seljenda ábati, markaðsbrestir, allratap, skatttekjur, alþjóðaviðskipti, heimsmarkaðsverð, jafnvægi með og án viðskipta, tollar, vörukvótar, stjórnnmál og stefnumörkun.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • helstu meiginatriðum hagfræðinnar, hlutverkum hagfræðinga og hvernig tækjum þeir beita.
  • hlutfalslegum yfirburðum og þýðingu þeirra í viðskiptum.
  • markaðsöflunum framboði og eftirspurn og helstu áhrifaþáttum þeirra.
  • Sambandi á milli framboðs of eftirspurnar.
  • helstu hugtökum s.s. teygni, ábata, fórnarkostnaði og hlutfallslegum yfirburðum og þýðingu þeirra í viðskiptum og í tengslum við framboð og eftirspurn.
  • mismunandi aðgerðum hins opinbera til að stýra verði og áhrif þess á markaðsjafnvægi.
  • hvernig ábati viðskipta skiptist á milli seljenda og kaupenda.
  • áhrifum skatta, tolla og kvóta á markaðsjafnvægi og áhrif þeirra á ábata kaupenda og seljenda.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita líkaninu um framboð og eftirspurn og sýna myndrænt áhrif ýmissa atburða á framboð, eftirspurn eða bæði.
  • útskýra í ræðu og riti hver áhrif ýmissa atburða eru á framboð, eftirspurn og magn framboðs og eftirspurnar.
  • sýna á myndrænan hátt og útskýra áhrif verðstjórnar hins opinbera, tolla, skatta og kvóta, á markaðsjafnvægi
  • nota líkanið um framboð og eftirspurn til að sýna myndrænt og útskýra í ræðu og riti ábata af viðskiptum og hver áhrif ýmissa atburða eru.
  • sýna myndrænt og útskýra í ræðu og riti áhrif alþjóðaviðskipta á framboð og eftirspurn í einföldu líkani.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tengja umfjöllun fjölmiðla við efni áfangans
  • meta upplýsingar um málefni tengd efni áfangans og nýta sér þær
  • tileinka sér gagnrýnið viðhorf gagnvart hvers konar umfjöllun um efni áfangans
  • taka þátt í umræðum um atriði tengd efni áfangans