Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 4
Undanfari: AG3A050


Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er saga 20. aldar sögð með 10 kvikmyndum. Nemendum er skipt í10 hópa, hver hópur fær úthlutað einum áratug og velur síðan kvikmynd sem gerist á viðkomandi áratug. Í kynningu með kvikmyndinni tengja nemendur efnið almennri sögu áratugarins. Þá skrifa nemendur ritgerð og vinna Moodle-verkefni úr kennslubók áfangans.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á: Helstu atburðum og einkennum þróunar á 20. öld bæði á heimsvísu og sérstaklega á Íslandi og tengslum aldarinnar við hinn samfellda sögulega tíma. 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: Geta í ræðu og riti gert grein fyrir skilningi sínum og þekkingu.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: Leggja mat á þá stöðu sem uppi er,- jafnt á heimsvísu sem hér á Íslandi.

Námsmat

Námsmatið getur verið breytilegt milli anna. Óhætt er þó að reikna með að þáttur verkefna í lokaeinkunn verði ekki minni en 60%. Námsmat og ítarleg útfærsla áfangans er ávallt kynnt í áfangalýsingu í upphafi annar