Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: ÞÝS/FRA 2A05


Lýsing á efni áfangans:

Áfanginn fjallar um menningu,sögu og landafræði Evrópu. Viðfangsefni geta m.a. verið kvikmyndir, matarhefðir, listasaga, tónlist og fleira. Áfang inn byggist upp á nokkrum þematengdum lotum og fá nemendur innsýn og aukinn skilning á samfélagi og menningu Evrópuþjóða. Áhersla er lögð á að nemendur verði læsir á menningu. Gestir frá ýmsum þjóðum heimsækja nemendur í áfanganum til að fræða þá um land og þjóð. Viðfangsefnin eru valin í samráði við kennara eftir áhugasviði nemenda. Færniþáttum í frönsku/þýsku er fléttað saman við menningu og sögu landanna. Lögð er áhersla á rétta uppsetningu ritunarverkefna, unnið með framsetningu í ræðu og riti og unnið með lengri texta.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • hvernig menningareinkenni birtast í kvikmyndum, matarhefðum og listum
  • sértækari orðaforða sem tengist efni áfangans
  • helstu staðreyndum um landafræði og menningu nokkurra samfélaga í Evrópu

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • bera kennsl á menningareinkenni ólíkra þjóða
  • átta sig á hvernig menning endurspeglast m.a. í listum, matarhefðum, kvikmyndum og tónlist *
  • skipuleggja vinnubrögð í hóp- og einstaklingsverkefnum
  • lesa texta sem byggja á sértækum orðaforða í viðfangsefnum áfangans
  • horfa á kvikmyndir, lesa lengri og styttri texta og fjalla um það einstaklingsbundið eða í hópum

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta gert skýra grein fyrir tilteknum þáttum í menningu þjóðar, jafnt munnlega og skriflega
  • sýna ólíkum menningarheimum skilning
  • búa yfir góðum lesskilningi og geta miðlað þeirri þekkingu bæði á íslensku og frönsku eða þýsku
  • skrifa margskonar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig