Þrep: 3
Undanfari: Enginn


Lýsing á efni áfangans:

Þessi áfangi er hljóðfræðihluti TUN3A050 áfangans.

Markmið með þessum litla áfanga er að nemendur átti sig á framburði og hljóðmyndun og kynnist helstu IPA-hljóðtáknum í íslensku í samanburði við ensku,  þýsku og frönsku.  Meðal annars verða tónlist, söngur og ljóð nýtt til að æfa hljóðskyn og hlustun.

Lokamarkmið áfangans:

Markmið áfangans er að þjálfa nemendur í lestri, framburði og ritun hljóðtákna þannig að þeir eigi auðveldara með að tileinka sér réttan framburð í þeim erlendu tungumálum sem þeir leggja stunda á nú og glöggva sig á framburði annarra mála í orðabókum.

Kennsluhættir:

Kennari fer yfir vissan fjölda hljóðtákna í hverjum tíma, bæði með tilliti til framburðar og ritunar. Nemendur fá orðahluta og síðan orð til að æfa sig. Æfingar eru ýmist munnlegar eða skriflegar.

Námsefni:

Kennari fer yfir á töflu þau hljóðtákn sem tekin eru fyrir hverju sinni og þá orðahluta eða orð. Nemendur fá einnig verkefnablöð frá kennara.

Moodle:

Kennsluumhverfið Moodle er notað þar sem finna má tengja á síður sem æfa framburð með hljóðtáknum á frönsku og þýsku. Það verður einnig í lok annar hægt að finna lista yfir öll þau orð sem hljóðrituð hafa verið á önninni.

Námsmat:

Skriflegt próf er tekið í lok áfangans og gildir það 20% af heildareinkunn áfangans.