EFN3C05

Framhaldsskólaeiningar: 5Ţrep: 3Undanfari: EFN3B05 Lýsing á efni áfangans: Lífefnafrćđi er mikilvćg undirstöđugrein á öllum sviđum líffrćđi- og

EFN3C05 lífefnafrćđi

Framhaldsskólaeiningar: 5
Ţrep: 3
Undanfari: EFN3B05


Lýsing á efni áfangans:

Lífefnafrćđi er mikilvćg undirstöđugrein á öllum sviđum líffrćđi- og heilbrigđisgreina auk ţess ađ vera sjálfstćđ frćđigrein viđ háskóla hér á landi og erlendis. Líftćkni og erfđarannsóknir byggja ađ mestu leyti á lífefnafrćđi.

Í ţessum áfanga er leitast viđ ađ gefa góđa yfirsýn yfir helstu efnisţćtti frćđigreinarinnar ţannig ađ ţađ megi nýtast sem flestum nemendum náttúrufrćđibrautar í háskólanámi á sviđi líffrćđi, heilbrigđisfrćđi eđa efnafrćđi. Fjallađ er um gerđ, eiginleika og efnahvörf helstu byggingarefna, orkuefna og stjórnefna lífvera. Einnig er fjallađ um efnaskipti ţessara sömu efna í frumum líkamans ţar sem helstu niđurbrots- og nýmyndunarferlum er lýst á sameindagrunni. Efniđ tengist mjög víđa reynsluheim nemenda og má ţar nefna ítarlega umfjöllun um helstu orkuefni, nćringu, fitubrennslu, megrun og offitu og áhersla lögđ á ađ sem flestir lćri ađ taka ábyrgđ á eigin heilsu á grundvelli ţekkingar en láti ekki blekkjast af skrumi, gyllibođum og bođskap heilsutrúđa. Í raun fjallar ţessi áfangi um öll helstu lífefnin, gerđ ţeirra, eiginleika og efnahvörf í blíđu og stríđu.

Lokamarkmiđ áfangans:

Nemandi skal hafa aflađ sér almennrar ţekkingar og skilnings á:

 • Kolhýdrötum, sykrum, uppruna lífheimsins, ljóstillífun á láđi og í legi.
 • Flokkun sykra, einsykrur, tvísykrur, fásykrur, fjölsykrur, amínófjölsykrur.
 • Undirflokkar einsykra, triósar, tetrósar, pentósar, hexósar, aldósar, ketósar og afleiddar sykrur.
 • Ţekkja ćttarlaukarna glyseraldehýđ og dihýdroxyaceton og geta leitt út ćttartré aldosa og ketosa. Formúluritun í Fischervörpun og međ Havorthađferđ. Pyranosi og furanosi.
 • Ţekkja hugtökin ferflötungslaga hendnimiđja, álćg og óálćg spegilmynd, D og L gerđir sykrunga og annarra hendinna sameinda og hvernig greina má milli ţeirra međ ljósvendimćlingum međ flatarskautuđu ljósi.
 • Ţekkja glucosa, galactosa, fructosa, glucosamin, N-acetylglucosamin. Ţekkja keđju- og hringformúlu glucosa og a og b gerđir allra einsykra.
 • Ţekkja sýrur, alkahól og glýkósíđ sem leidd eru af einsykrum međ oxun, afoxun eđa öđrum efnahvörfum. Kannast viđ hemiacetal, hemiketal, acetal og ketal.
 • Tvísykrur, maltosi, lactosi, saccarosi og cellubiosi. Gerđ sameinda, tengi milli sameinda, mjólkursykuróţol.
 • Fjölsykrur, amylosi, amylopectin, glycogen, cellulosi, glycosaminoglycans, peptidoglycans. Ţekkja öll tengi, a 1-4, a 1-2, a 1-6 og b 1-4 glýkósíđtengi.
 • Ţekkja helstu próf fyrir afoxandi sykrur, Benedicts og Fehlings próf.
 • Kannast viđ dreifingu og stjórnun á magni glucosa í blóđi viđ eđlilegar ađstćđur og viđ sykursýki. Kannast viđ sykurţolspróf.
 • Ţekkja gerđ, hlutverk og flokkun fituefna.
 • Dýrafita, jurtafita, jurtaolía, sjávarfita, himnufita, forđafita, blóđfita, vöx, sterar, terpenar, eicosanóíđar.
 • Mettuđ fita, ómettuđ fita, MFS, ÓFS, FÓFS, cis-fitusýrur, trans-fitusýrur, w-6 og w-3.
 • Ţekkja helstu efnahvörf lípíđa, herđing, ţránun, vatnsrof, sápun.
 • Ţekkja efnagerđ stera og steróla, cholesterol, barksterar, gallsýrur, D-vítamín, sterar sem lyf, anabólískir sterar, bólgueyđandi sterar, getnađarvarnir.
 • Blóđfita, chylomicron, VLDL, LDL og HDL. Blóđfita og ćđakölkun.
 • Terpenar, ţekkja grunngerđ ţeirra, A-vítamín. Eicósanóíđar, ţekkja myndunarferil og hlutverk ţeirra.
 • Prótein og peptíđ. Kunna almenna formúlu amínósýra, ţekkja flokkunarkerfi ţeirra, ástand viđ mismunandi pH, tvíjónir, jafngildispunkt og peptíđtengi.
 • Bygging próteina, 1. - 4.stig, primary, secondary, tertiary og quaternary structure. Flokkun próteina skv. starfsemi og byggingu, hnođraprótein, trefjaprótein. Kunna skil á gerđ og hlutverki myoglobins, hemoglobins, collagens og keratins. Kunna skil á eđlissviptingu af mismunandi orsökum.
 • Ensím, ţekkja gerđ og hlutverk ţeirra. Kunna skil á starfsemi ensíma og ţekkja helstu ţćtti sem hafa áhrif á hvarfahrađa ensímhvatađs hvarfs, Kunna skil á stjórnun ensíma  og ensímkerfa á sameindagrunni. Ţekkja helstu kóensím og hlutverk ţeirra í efnaskiptum, ATP, NAD, NADP, FAD, CoA.
 • Ţekkja hvernig ensímmćlingar eru notađar til sjúkdómsgreininga, t.d. CK og LDH.
 • Ensím í líftćkni og ofurensím. (Extremozymes)
 • Ţekkja helstu efnaferli innri efnaskipta. Öndunarkeđjan og oxandi fosfćring. Kunna skil á ensímkomplexum, kóensímum, rafeindaflutningi og prótónustyrkhalla sem leiđa til myndunar ATP í hvatberum. Efnaosmósukenningin. Ţekkja helstu ţrep TCA-hrings (Krebs-hringur).
 • Ţekkja helstu ţrep sykurrofs (glycolysis). Ţekkja efnaferli fitusýruhrings.
 • Ţekkja niđurbrotsferli amínósýra, amínsviptingu, amínfćrslu og hlutverk ţvagefnishrings. Kunna skil á samţćttingu niđurbrotsferla sykra, fitusýra og amínósýra og nýmyndunarferlum sömu efna í stórum dráttum. Geta reiknađ út orkulosun í lífnaferlum í kcal, joule og ATP gildum.
 • Kunna skil á hvernig röskun efnaskipta getur leitt til sjúkdómseinkenna t.d. ketonblóđsýring, sýrueitrun, basaeitrun, PKU o.fl.

Nemandi skal hafa öđlast leikni í ađ:

 • greina milli helstu gerđa lífefnafrćđilegra sameinda og flokkun ţeirra.
 • skilgreina helstu efnaskiptaferla lífheimsins.
 • ţekkja uppbyggingu og samsetningu prótína, alt frá DNA til virkra sameinda og byggingareininga ţeirra.
 • ţekkja munin á prótíni og ensími og virkni ţeirra og hlutverki í efnaskiptum.
 • hafa heildarsýn yfir efnaskipti mannslíkamans.
 • geta sagt fyrir um hvernig röskun á gerđ eđa samsetningu lífefna getur leitt til sjúkdómseinkenna.

Nemandi skal geta hagnýtt ţá almennu ţekkingu og leikni sem hann hefur aflađ sér til ađ:

 • skilja mikilvćgi lífefnafrćđinnar í heilbrigđis og raunvísindum.
 • stunda áframhaldandi nám í  heilbrigđis og raunvísindum.

Námsmat

Fer fram ađ hluta til međ símati, verklegum ćfingum og annarprófi í lok áfangans.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar