ENS613

Áfangalýsing Í ensku 613 er megináhersla lögđ á ađ gera nemendum kleift ađ fylgjast međ viđburđum á alţjóđavettvangi međ hjálp fréttaefnis á ensku.

ENS613

Áfangalýsing

Í ensku 613 er megináhersla lögđ á ađ gera nemendum kleift ađ fylgjast međ viđburđum á alţjóđavettvangi međ hjálp fréttaefnis á ensku. Tekist verđur á viđ krefjandi les- og myndefni líđandi stundar og rćkt lögđ viđ međferđ og málnotkun enskrar tungu jafnt munnlega sem skriflega. Efling orđaforđa fer ađ mestu fram međ lestri greina um málefni líđandi stundar sem nemendur velja til lestrar. Lestextar, hlustunarefni, kvikmyndir og fyrirlestrar er ćtlađ ađ endurspegla og varpa ljósi á menningu og mannlíf ólíkra málsvćđa enskrar tungu.

Námsmarkmiđ

Stefnt er ađ ţví ađ auka sjálfstćđi í vinnubrögđum enn frekar og er megináhersla lögđ á ađ verđa lćs á flóknari orđaforđa og setningagerđ sem fylgir greinum um ýmis tćkni- og vísindaleg efni svo og greinum almenns eđlis. Nemandi kynnist fjölbreyttu efni á ensku og styrkist í áhuga á sjálfstćđum lestri. Mikiđ er lagt upp úr ađ ţjálfa nemendur í tjáningu og margvíslegri framsögn og í ađ finna ađalatriđin í flóđi upplýsinga. Síđast en ekki síst er áfanganum ćtlađ ađ veita innsýn inn í lífsbaráttu og menningarheim ólíkra ţjóđa. Er áfanginn ţví beinn undirbúningur fyrir ţá gnótt texta sem nemendur verđa ađ kljást viđ á ensku í háskólanámi.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar