FÉL4A05

Framhaldsskólaeiningar: 5Ţrep: 4Undanfari: FÉL3A050, áfanginn er lokaáfangi löngu kjörsviđslínu. Lýsing á efni áfangans: Í ţessum áfanga vinna

FÉL4A05 - Lokaverkefni (félagsfrćđikjörsviđ)

Framhaldsskólaeiningar: 5
Ţrep: 4
Undanfari: FÉL3A050, áfanginn er lokaáfangi löngu kjörsviđslínu.


Lýsing á efni áfangans:

Í ţessum áfanga vinna nemendur ađ einu stóru rannsóknarverkefni ađ eigin vali. Viđfangsefnin verđa ađ tengjast einstaklingnum og/eđa samfélaginu. Nemendur ákveđa sjálfir viđfangsefni í samráđi viđ kennara og í lok annar gera nemendur ítarlega grein fyrir verkefnum sínum.
Áfanganum er ćtlađ ađ skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám, sérstaklega hvađ varđar verklega leikni og hćfni til ađ afla áreiđanlegra gagna, vinna úr ţeim og koma niđurstöđum sínum á framfćri. Í áfanganum fá nemendur tćkifćri til ađ draga saman reynslu og fyrra nám í verkefnavinnu sinni. Nemendur ţurfa ađ sýna sjálfstćđi í vinnubrögđum, virkni, frumkvćđi og ţjálfa skipulagshćfileika sína, enda skipuleggja ţeir vinnu sína undir almennri verkstjórn kennara. Gott tćkifćri gefst til sérhćfđar ţekkingaröflunar og ţjálfunar í ađferđafrćđi félagsvísindanna.

Lokamarkmiđ áfangans:

Nemandi skal hafa aflađ sér almennrar ţekkingar og skilnings á:

 • ţeim viđfangsefnum sem hann velur sér ađ fjalla um í áfanganum, á sviđi félagsfrćđi, sálfrćđi eđa uppeldisfrćđi.
 • hvernig helstu íslensk og erlend gagnasöfn eru uppbyggđ.
 • hvernig skal byggja upp og setja fram áheyrilegan fyrirlestur.
 • grunnatriđum í ađferđafrćđi félagsvísindanna.
 • reglum er varđa siđferđi í rannsóknum.

Nemandi skal hafa öđlast leikni í ađ:

 • beita viđurkenndum ađferđum í heimildaleit og öflun frumgagna.
 • vinna úr heimildum og setja ţćr fram á agađan og viđurkenndan hátt.
 • skrifa vel upp settan og ígrundađan útdrátt úr rannsóknargrein.
 • kynna eigin niđurstöđur fyrir öđrum.
 • ađ gagnrýna framkvćmd og niđurstöđur annarra á uppbyggilegan hátt.
 • vinna međ öđrum.

Nemandi skal geta hagnýtt ţá almennu ţekkingu og leikni sem hann hefur aflađ sér til ađ:

 • velja rannsóknarađferđir og tjáningarform sem hćfa viđfangsefninu
 • leggja mat á heimildir, gagnrýna ţćr og draga af ţeim ályktanir
 • beita frćđilegu sjónarhorni viđ eigin gagnavinnslu og gagnaöflun.
 • tjá sig og miđla ţekkingu, hugmyndum og skođunum fyrir framan hóp, bregđast viđ gagnrýni og sýna útsjónarsemi í óvćntum ađstćđum

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar