FER103

Áfangalýsing Í áfanganum verđur sjónum beint ađ Íslandi međ höfuđáherslu á heimahagana. Í ţeirri umfjöllun verđa tvinnađir saman ţrír meginţćttir. Í

FER103

Áfangalýsing

Í áfanganum verđur sjónum beint ađ Íslandi međ höfuđáherslu á heimahagana. Í ţeirri umfjöllun verđa tvinnađir saman ţrír meginţćttir.

Í fyrsta lagi umfjöllum um sögu og menningu svćđisins, einkum međ ferđamennsku ungs fólks ađ leiđarljósi. Jafnframt verđur hugađ ađ ţví hvađ gert hefur veriđ í okkar nćsta nágrenni til ađ lađa ađ ferđamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Einnig verđur lítillega komiđ ađ landafrćđi og náttúru svćđisins.

Í öđru lagi verđur fariđ í undirstöđuţćtti ţeirrar tćkni sem notuđ er viđ kynningar á ferđum og ferđamöguleikum, svo sem töku og úrvinnslu ljósmynda og framsetningu efnis á prentuđu máli.

Í ţriđja lagi verđur unniđ skriflega og munnlega međ málfar og málnotkun ţriggja tungumála ţ.e. íslensku, ensku og dönsku, einkum hvađ varđar nauđsynlegan orđaforđa ţegar kemur ađ vandađri móttöku gesta, erlendra sem innlendra.

Nemendur taka til skođunar kynningarefni um svćđiđ fyrir ferđamenn og fara yfir myndefni og málfar međ gagnrýnum hćtti. Reynt verđur ađ spanna sem flest sviđ kynningarefnis og auglýsinga međ höfuđáherslu á prentađ efni.

Kennsla fer fram međ óhefđbundnum hćtti. Stundaskrá verđur brotin upp og unniđ vikulega í einni samfelldri lotu ađ áfanganum (gert er ráđ fyrir kennslustundum og heimavinnutíma í ţessari vinnulotu). Töluvert er um hópa-eđa paravinnu ţar sem nemendur skipta međ sér verkum og geta veriđ ađ vinna ađ ólíkum hlutum á sama tíma. Einnig eru nokkur einstaklingsverkefni og vettvangsferđir innan bćjar sem utan á dagskrá.

Nokkrir kennarar úr mismunandi fögum koma ađ áfanganum og vinna saman ađ honum, auk ţess sem fengnir verđa gestafyrirlesarar sem fjalla um sérhćfđ efni.

Námsmat byggist ađ hluta á vinnu nemenda, jafningjamati og sjálfsmati, svo og ađ hluta á ýmsu kynningarefni fyrir ferđamenn sem unniđ verđur á önninni. Ţetta kynnigarefni skal vera hćft til dreifingar í erlenda skóla.

Meginmarkmiđ

Saga og menning

 • Nemendur viti hvađa ţćttir í sögu og menningu ţjóđarinnar lađa helst ađ sér ferđamenn, innlenda sem erlenda.

 • Nemendur átti sig á helstu sérkennum íslenskrar sögu og menningar og mismuninum á sögu og menningu okkar og nágrannaţjóđanna.

 • Nemendur viti hvađa stađir á Norđurlandi draga ađ sér flesta ferđamenn vegna ţekktrar sögu ţeirra og menningarlegrar arfleifđar og sérstöđu.

 • Nemendur ţekki helstu menningarviđburđi á Norđurlandi.

 • Nemendur kynni sér sögulega arfleifđ Akureyrar, sérstaklega Innbćinn og menningartengsl okkar viđ Danmörku.

 • Nemendur velti fyrir sér menningu ungs fólks og hvađ hćgt vćri ađ gera til ađ lađa ungt fólk til bćjarins.

 

Landafrćđi og náttúra

 • Nemendur viti hvađa ţćttir í náttúru landsins draga ađ sér ferđamenn, innlenda sem erlenda.

 • Nemendur viti hvađa stađir á Íslandi draga ađ sér flesta ferđamenn vegna sérstćđrar náttúru og hvađ mótar sérstöđu ţeirra.

 

Ljósmyndun og myndrćn framsetning

 • Nemendur tileinki sér grunnatriđi í töku og vinnslu stafrćnna ljósmynda.

  • Grunnstillingar myndavéla

  • Klipping

  • Smćkkun

  • Ţjöppun

  • Geymsla

 • Nemendur kynnist grundvallaratriđum í umbroti prentađs máls.

 • Nemendur vinni einfalt umbrot á kynningarefni fyrir ferđamenn.

 

Erlend tungumál

 • Nemendur vinni jöfnum höndum á ensku og dönsku.

 • Nemendur vinni međ fjölbreyttan orđaforđa sem tengist sögu og menningu Íslands.

 • Nemendur geti beitt ţessum orđaforđa munnlega og skriflega í mismunandi verkefnum.

 • Nemendur tileinki sér hagnýtan orđaforđa viđ móttöku ferđamanna međ mismunandi menningarbakgrunn og viđhorf.

 

Íslenska

 • Nemendur orđi hugsun sína á skýran og greinargóđan, lćsilegan hátt á vandađri, en lifandi íslensku.

 • Nemendur vinni međ mislanga eđa misítarlega texta um sama efni og vinni sambćrilega texta fyrir mismunandi markhópa.

 • Nemendur geti ţýtt úr erlendum málum á eđlilegt, vandađ og lifandi íslenskt mál - og öfugt.

 • Nemendur afli sér víđtćks og lifandi orđaforđa um hvađeina er tengist ferđamennsku.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar