FER203

Áfangalýsing Í áfanganum verđur fjallađ almennt um ferđaţjónustu innanlands og uppbyggingu hennar. Rćtt verđur um helstu starfsgreinar innan

FER203

Áfangalýsing

Í áfanganum verđur fjallađ almennt um ferđaţjónustu innanlands og uppbyggingu hennar. Rćtt verđur um helstu starfsgreinar innan ferđaţjónustunnar og fengnir fyrirlesarar um sérstök efni. Verđur sjónum beint ađ Íslandi öllu en ţó međ höfuđ­áherslu á Norđurland. Í ţessum áfanga er fyrst og fremst fjallađ um landafrćđi og náttúru svćđisins međ ferđamennsku og möguleika innlendra sem erlendra ferđa­manna ađ leiđarljósi. Einnig verđur lítillega komiđ ađ sögu og menningu landsins.

Haldiđ verđur áfram ađ ţjálfa ţá tćkni sem beitt er viđ gerđ kynningarefnis og sjónum einkum beint ađ framsetningu međ stafrćnum hćtti, hvort sem er á vef eđa myndböndum. Áfram verđur unniđ međ ensku en auk hennar bćtast viđ tungumálin franska og ţýska og verđa verkefnin viđ samrćmi viđ getu nemenda í ţessum málum. Einkum verđur hugađ ađ orđaforđa sem tengist náttúru-, landa- og jarđfrćđi.

Kennsla fer fram međ óhefđbundnum hćtti. Stundaskrá er brotin upp og unniđ í lengri lotum ađ áfanganum. Nemendur skipta međ sér verkum og geta veriđ ađ vinna ađ ólíkum hlutum á sama tíma. Nokkrir kennarar koma ađ áfanganum og vinna saman ađ honum, auk ţess sem fengnir verđa gestafyrirlesarar sem fjalla um sérhćfđ efni, bćđi tengd ferđamálum sem og náttúru- og landafrćđi. Nemendur fara í vinnuferđir til ýmissa stađa á Norđurlandi.

Námsmat byggist á mörgum ţáttum eins og t.d. vinnu nemenda, sjálfs- og jafningjamati, vinnuskýrslum svo og á ţeim verkefnum sem unnin eru á önninni.

Meginmarkmiđ

Landafrćđi og náttúra

 • Nemendur viti hvađa ţćttir í náttúru landsins draga ađ sér ferđamenn, innlenda sem erlenda

 • Nemendur viti ađ hvađa leyti íslensk náttúra er frábrugđin náttúru nágrannalandanna

 • Nemendur viti hvađa stađir á Íslandi draga ađ sér flesta ferđamenn vegna sérstćđrar náttúru og hvađ mótar sérstöđu ţeirra.

Kvikmyndun og myndrćn framsetning

 • Nemendur tileinki sér grunnatriđi í töku og úrvinnslu stuttra, stafrćnna kvikmynda:

  • undirbúningur og handritsgerđ

  • upptaka

  • vistun kvikmynda á tölvu

  • klipping

  • hljóđvinnsla

  • frágangur á lokaafurđ

 • Nemendur nýti sér kennsluumhverfiđ Angel í náminu

 • Nemendur haldi áfram myndvinnslu fyrir vefsíđur og prent

Erlend tungumál

 • Nemendur noti bćđi frönsku og ţýsku, auk enskunnar

 • Nemendur lćri ađ nota fjölbreyttan orđaforđa sem tengist landafrćđi og náttúru Íslands

 • Nemendur geti beitt ţessum orđaforđa munnlega og skriflega í mismunandi verkefnum

 • Nemendur tileinki sér hagnýtan orđaforđa viđ móttöku ferđamanna međ mismunandi menningarbakgrunn og viđhorf

Íslenska

 • Nemendur orđi hugsun sína á skýran og greinargóđan hátt á vandađri en lifandi íslensku

 • Nemendur geti ţýtt texta úr erlendum málum á eđlilegt og vandađ íslenskt mál, og sömuleiđis ţýtt texta skammlaust úr íslensku á önnur mál

 • Nemendur afli sér víđtćks og lifandi orđaforđa um hvađeina er tengist ferđamennsku

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar