ÍŢR3B01

Framhaldsskólaeiningar: 1Ţrep: 3Undanfari: ÍŢR2B010 Lýsing á efni áfangans Um er ađ rćđa verklega kennslu, bćđi í íţróttasal og úti. Einnig er fariđ

ÍŢR3B01

Framhaldsskólaeiningar: 1
Ţrep: 3
Undanfari: ÍŢR2B010


Lýsing á efni áfangans

Um er ađ rćđa verklega kennslu, bćđi í íţróttasal og úti. Einnig er fariđ út í bć í margvíslegar heimsóknir eftir ţví sem ađstćđur leyfa hverju sinni. Til dćmis er fariđ á skauta, á kajak, í keilu, í júdó og ađrar jađaríţróttagreinar prófađar. Nemendur iđka margbreytilega ţjálfun í formi leikja, boltaíţrótta og ţreks.

Eitt af meginmarkmiđum áfangans er ađ gera nemendum ljóst ađ ţeir ţurfa brátt ađ huga algjörlega sjálfir ađ eigin heilsu og finna líkams- og heilsurćkt sem hentar ţeim og ţví er leitast viđ ađ fara í heimsóknir út í bć og kynna ţeim hvađ í bođi er ţegar skólanum sleppir. Fariđ er í skyndihjálparupprifjun ţar sem áhersla er lögđ á endurlífgun.

Nemendur halda matardagbók í nokkra daga setja inn í gagnvirkt forrit á netinu www.matarvefurinn.is. Ţeir lesa úr niđurstöđum og skila dagbók, niđurstöđum og vangaveltum til kennara.

Lokamarkmiđ áfangans:

Nemandi skal hafa aflađ sér almennrar ţekkingar og skilnings á

 • helstu flokkum nćringarefna, virkni ţeirra og mikilvćgi
 • mismunandi ađferđum heilsurćktar
 • fjölbreyttum leiđum til ađ nýta líkams- og heilsurćkt í daglegum athöfnum
 • klćđnađi til útivistar af ýmsu tagi
 • hvađa möguleikar eru í hans nánasta samfélagi á líkams- og heilsurćkt
 • helstu atriđum skyndihjálpar međ áherslu á endurlífgun

Nemandi skal hafa öđlast leikni í ađ

 • klćđa sig eftir ađstćđum
 • átta sig á hvar í umhverfinu eru möguleikar til útivistar og heilsueflingar
 • fćra inn í matardagbók
 • beita grundvallaratriđum í skyndihjálp
 • taka ţátt í alhliđa líkams- og heilsurćkt

Nemandi skal geta hagnýtt ţá almennu ţekkingu og leikni sem hann hefur aflađ sér til ađ

 • takast á viđ áskoranir daglegs lífs varđandi matarrćđi og lifnađarhćtti á skipulagđan og markvissan hátt
 • skipuleggja og taka ţátt í ćfingum og leikjum sem viđhalda samskiptum og bćta ţau
 • glíma viđ fjölbreytt verkefni sem snúa ađ alhliđa hreyfingu, líkams- og heilsurćkt
 • nýta sér möguleika til heilsurćktar í nánasta umhverfi og flétta hreyfingu inn í daglegt líf og starf
 • gera ţjálfun, hreyfingu og virkni sem hafa áhrif á jákvćđa upplifun og viđhorf til líkams- og heilsurćktar ađ sjálfsögđum hluta í tilverunni
 • nýta sér tölvu- og upplýsingatćkni viđ skrásetningu nćringardagbókar

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar