LÍF3C05

Framhaldsskólaeiningar: 5 Ţrep: 3 Undanfari: Náttúrulćsi, LÍF2A05 Lýsing á efni áfangans: Í áfanganum er fariđ yfir helstu vistferla í vistkerfum,

LÍF3C05, umhverfisfrćđi

Framhaldsskólaeiningar: 5
Ţrep: 3
Undanfari: Náttúrulćsi, LÍF2A05


Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum er fariđ yfir helstu vistferla í vistkerfum, hringrásir, fćđutengsl, stofna og framvindu. Fjallađ er um áhrif vistbreytinga á loft, láđ og lög. Sérstaklega eru valin íslensk vistkerfi, landlćsi, gróđur, jarđvegsrof og vistheimt. Fariđ er í náttúrusiđfrćđi og sjálfbćra ţróun í umrćđutímum međ kennara og í verkefnavinnu. Viđfangsefni tengjast nćrumhverfi nemenda og samfélagi en taka um leiđ miđ af ţví sem gerist í umheiminum.

Umhverfismál verđa tekin fyrir: gróđurhúsaáhrif, ósonlagiđ, súrnun sjávar, hringrásir efna, hnattrćn umhverfisáhrif og alţjóđleg samvinna og stefnumörkun í umhverfismálum. Sérstaklega verđur rćtt um áhrif hnattrćnnar hlýnunar á norđurhjara og ţar á međal Ísland, regnskóga, hafiđ, loftlagsbreytingar, vatn í veröldinni, landiđ, eldsneyti og ferđaţjónustu.

Í áfanganum lesa nemendur bókina Ađ lesa og lćkna landiđ eftir Ólaf Arnaldsson og Ásu L. Aradóttur. Einnig er stuđst viđ bókina Grćnskinna – Umhverfismál í brennidepli (ritstjóri Auđur H. Ingólfsdóttir). Nemendur munu ţar ađ auki lesa greinar og bćkur viđ verkefnavinnu auk ţess sem myndbönd og frćđsluţćttir verđa hluti af námsefninu.

Nemandi skal hafa aflađ sér almennrar ţekkingar og skilnings á:

  • sviđi vist- og umhverfisfrćđi međ sérstakri áherslu á sjálfbćrni. Einnig skal hann hafa getu til ađ nýta ţessa ţekkingu sína í verkefnum tengdum umhverfismálum. Í lok áfanga skal nemandi gera sér grein fyrir eigin ábyrgđ í umhverfismálum og hvernig hann getur miđlađ reynslu sinni og ţekkingu til góđs í átt ađ sjálfbćrni. Nemandi ţjálfast í ađ skipuleggja eigin viđfangsefni og takast á viđ ţrautir, beita gagnrýninni hugsun, vinna međ álitamál og meta mögulegar lausnir.

Nemandi skal hafa öđlast leikni í ađ:

  • Afla sér gagna á gagrýnin og ígrundađan hátt og vinna lausnamiđađ međ álitamál sem upp koma. Einnig hafi nemandi ţjálfast í ađ rökrćđa og rökstyđja mál sitt í rćđu og riti, auk ţess ađ efla hćfileikann til ađ bregđast viđ nýjum, krefjandi ađstćđum.

Nemandi skal geta hagnýtt ţá almennu ţekkingu og leikni sem hann hefur aflađ sér til ađ:

  • Geta lesiđ í náttúruna, vera međvitađri um gildi, viđhorf og tilfinningar sínar gagnvart hnattrćnum áhrifum og jafnrćđi jarđarbúa. Nemandi skal hafa aukiđ víđsýni og styrkt viđhorf sitt til umhverfismála. Efla skal siđferđisţroska nemanda svo hann eigi auđveldara međ ađ setja sig í spor annarra.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar