Heimspeki

Heimspeki er “móđir vísindanna”, ást á viskunni. Hún er skipuleg og ţrjóskufull viđleitni til ađ greiđa veg skynseminnar í heiminum. Hún er spyrjandi

Heimspeki

Heimspeki er “móđir vísindanna”, ást á viskunni. Hún er skipuleg og ţrjóskufull viđleitni til ađ greiđa veg skynseminnar í heiminum. Hún er spyrjandi starfsemi, umrćđa sem aldrei er lokiđ, stöđug könnun á sambandinu milli ţess hvađ er hugsađ og hvernig ţađ er hugsađ. Heimspekin hefur ţví ákveđna sérstöđu međal frćđigreina. Hún snýst ekki um eitt ákveđiđ rannsóknarsviđ, heldur fćst hún međ skipulögđum hćtti viđ víđfeđmar, erfiđar og umdeildar spurningar sem spretta upp úr daglegu lífi jafnt sem vísindum, trúarbrögđum, listum og stjórnmálum, spurningar sem hver hugsandi mađur hlýtur ađ spyrja sig oft á lífsleiđinni. Vitum viđ eitthvađ međ vissu? Eru til algild verđmćti og mćlikvarđar á gott og illt, rétt og rangt, fagurt og ljótt? Hvađ er til? Hvernig tengist mannshugurinn líkamanum? Hvađ gerir mig ađ sjálfum mér? Er líf eftir dauđann? Er veruleikinn lögbundinn? Er til frjáls vilji? Slíkar spurningar eru ekki ađeins sígildar, heldur fela margar hugmyndir, kenningar og lífsviđhorf í sér svör viđ ţeim.

Í lýđrćđisţjóđfélagi hefur enginn rétt til ađ ákveđa hvađa skođanir einstaklingurinn skuli ađhyllast annar en hann sjáfur. Heimspekikennsla er vel til ţess fallin ađ veita nemendum ţjálfun í ţví ađ vega og meta skođanir annarrra á gagnrýnin og rökstuddan hátt og ţannig renna stođum undir sjálfstćđa skođanamyndun ţeirra sjálfra.

Meginsviđ heimspekinnar greinast í flokka eftir viđfangsefnum. Frumspeki fćst viđ eđli veruleikans; siđfrćđi um mannlegt siđferđi; ţekkingarfrćđi um forsendur ţekkingar; rökfrćđi um skilyrđi réttra ályktana; fagurfrćđi um fegurđ og verđmćti í listum og sköpun; vísindaheimspeki um eđli, forsendur, flokkun og ađferđir vísindanna; og saga heimspekinnar veitir innsýn í hvernig heimspekingar fyrri tíma tókust á viđ slík viđfangsefni. Ţađ er reyndar eitt af sérkennum heimspekinar hversu bundin eđa samrunnin eigin sögu hún er. Sérhver sem leggur stund á heimspeki ţarf ađ leita í viskubrunna fyrri tíma heimspekinga til ţess ađ sjá svör ţeirra viđ hinum sígildu spurningum mannanna.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar