Almenn braut

Viđ Menntaskólann á Akureyri er á fyrsta námsári almenn bóknámsbraut, hrađlína, ţar sem teknir eru inn nemendur sem lokiđ hafa 9. bekk grunnskóla. Á

Hrađlína - almenn braut

Viđ Menntaskólann á Akureyri er á fyrsta námsári almenn bóknámsbraut, hrađlína, ţar sem teknir eru inn nemendur sem lokiđ hafa 9. bekk grunnskóla. Á fyrsta námsári ljúka ţeir reglulegu námi fyrsta bekkjar og ađ loknu námi ţennan fyrsta vetur ganga ţeir til áframhaldandi náms eins og ađrir nemendur í fyrsta bekk. Nemendur á hrađlínu fá heimanámstíma, stuđning og ađhald svo ţeir ađlagist námi og lífi í MA sem best. Međ ţessu ná góđir nemendur ađ takast á viđ krefjandi verkefni og flýta námi sínu til stúdentsprófs um eitt ár.

UMSÓKNARGÖGN FYRIR SKÓLAÁRIĐ 2018-2019

Skilyrđi til inntöku á hrađlínu almennrar bóknámsbrautar (til 2015-16):

  • Nemandinn hafi hlotiđ yfir 8 eđa B+ í einkunn í níunda bekk grunnskóla.
  • Umsögn frá grunnskóla um námslega stöđu umsćkjandans og mat skólans á ţví hvort ţetta val telst vera raunhćfur kostur fyrir hann.
  • Bréf frá umsćkjanda ţar sem hann gerir grein fyrir hvers vegna hann sćkir um ţetta nám og af hverju hann telur sig undir ţađ búinn.
  • Viđtal viđ foreldra og nemendur.
  • Fjöldi nemenda á brautinni er takmarkađur og skólinn mun velja ţá sem hann telur hćfasta hverju sinni.
Skólanum er heimilt ađ taka miđ af fleiri gögnum en lokaeinkunnum úr grunnskóla og eru umsćkjendur hvattir til ađ senda međ umsókn sinni ţau viđbótargögn sem ţeir telja ađ gefi betri mynd af ţeim í lífi og starfi. Sem dćmi má nefna stađfestar upplýsingar um ţátttöku og árangur í félagsstarfi, öđru námi, keppnum af ýmsu tagi í íţróttum, listum, tungumálum eđa raungreinum og niđurstöđur samrćmdra könnunarprófa.

Námsefni/áfangar:

Nemendur á hrađlínu taka sömu áfanga og ađrir nemendur á fyrsta ári en hver námseining getur veriđ heldur viđameiri í ensku t.d. ţar sem bćtt er viđ námsefni 10. bekkjar. Í stundaskrá er gert ráđ fyrir heimanámstímum í umsjá kennara. Nemendur á hrađlínu taka stćrđfrćđi fyrir raungreina- og náttúrufrćđibraut.

Kennsluhćttir:

Fjölbreyttar kennsluađferđir eru notađar og leitast viđ ađ miđa kennslu sem mest viđ ţarfir hvers og eins. Hugmyndafrćđin um einstaklingsmiđađ nám er nýtt ţar sem hćgt er ađ koma henni viđ. Verkefnisstjóri og kennarar halda fundi eftir ţörfum til ađ samrćma störf sín og áherslur og leitast viđ ađ haga kennsluađferđum ţannig ađ námiđ verđi annars vegar fjölbreytilegt og áhugavert og hins vegar krefjandi fyrir alla nemendur.

Foreldrasamstarf:

Meira og virkara foreldrasamstarf er í tengslum viđ almennu brautina en venja er til í framhaldsskólanum. Kynningarfundur fyrir foreldra er haldinn ađ lokinni skólasetningu og ţar gefst foreldrum tćkifćri til ađ hitta umsjónarkennara. Auk ţess eru foreldraviđtöl á haustönn. Mikiđ er lagt upp úr sterkum tengslum heimilis og skóla í ţví augnamiđi ađ styrkja nemandann í náminu og stuđla ađ góđri líđan í skólanum.

Námsframvinda:

Sömu reglur gilda í meginatriđum um framvindu náms á hrađlínu og annarra nemenda á fyrsta ári. Nemandi ţarf ađ standast alla undanfara til ađ geta hafiđ nám á öđru ári viđ MA.

Annađ:

Umsjón međ nemendum er mikilvćg á ţessari braut. Áhersla er lögđ á  örugga móttöku nemendanna, stuđlađ ađ góđum félagatengslum og samstöđu í hópnum.

Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar