Um námsmat

  Í Menntaskólanum á Akureyri er lögđ áhersla á ađ námsmat sé fjölbreytt og reyni á ţekkingu, leikni og hćfni. Ţađ gildir um allar námsbrautir skólans,

Um námsmat

 

Í Menntaskólanum á Akureyri er lögđ áhersla á ađ námsmat sé fjölbreytt og reyni á ţekkingu, leikni og hćfni. Ţađ gildir um allar námsbrautir skólans, félagsgreinabraut, mála- og menningarbraut, náttúrufrćđibraut og raungreinabraut. Nemandi sem hefur lokiđ stúdentsprófi frá skólanum á ţannig ađ hafa

  • unniđ fjölbreytileg verkefni, bćđi einstaklings- og hópverkefni sem reyna á ólíka hćfniţćtti, s.s. virkni, samvinnu, sköpun, ástundun og sjálfstćđi í vinnubrögđum
  • tekiđ margs konar skrifleg og munnleg verkefni
  • unniđ viđamikil verkefni í samrćmi viđ áhugasviđ og áherslur í náminu

Námsmatiđ í MA hefur tvíţćttan tilgang. Annars vegar ađ meta árangur skólastarfsins ţannig ađ nemandinn, kennarinn og skólinn viti hvernig gengur ađ ná settum markmiđum námsins. Hins vegar gegnir námsmatiđ ţví markmiđi ađ vera leiđsagnarmat, leiđbeina nemendum á uppbyggilegan hátt hvernig ţeir geti bćtt ţekkingu sína, leikni og hćfni. Mikilvćgt er ađ námsmatiđ endurspegli ţau markmiđ sem sett eru í náminu og ţađ sé áreiđanlegt, réttmćtt og sanngjarnt.

Hver deild setur sér reglur um skil sem koma fram á námsáćtlun hvers áfanga. Ekki er heimilt ađ leggja fyrir nýtt verkefni eđa próf sem gildir 20% eđa meira síđustu tvćr kennsluvikur fyrir próf.

 

Í Menntaskólanum á Akureyri er bođiđ upp á ţrenns konar tegundir áfanga:

Lokaprófsáfanga

Í lokaprófsáfanga er námsmat fjölbreytt og reynir á ţekkingu, leikni og hćfni nemenda. Námsmatiđ á ađ vera upplýsandi um stöđu nemandans í viđkomandi áfanga og leiđbeina honum á uppbyggilegan hátt, međ reglulegri endurgjöf, hvernig hann getur bćtt ţekkingu sína, leikni og hćfni.  ​

Ljúki áfanga međ lokaprófi skal vćgi ţess ađ jafnađi vera 30% - 70% og ţarf ţađ ađ vera yfirfariđ og samţykkt af fagstjóra/öđrum kennara í deildinni. Auk lokaprófs skal áfanginn byggja á ađ minnsta kosti ţremur öđrum námsmatsţáttum. Í námsáćtlun hvers áfanga er gerđ frekari grein fyrir tilhögun námsmats.​

 

Símatsáfanga

Í símatsáfanga er námsmat fjölbreytt og reynir á ţekkingu, leikni og hćfni nemenda. Námsmatiđ á ađ vera upplýsandi um stöđu nemandans í viđkomandi áfanga og leiđbeina honum á uppbyggilegan hátt međ reglulegri endurgjöf hvernig hann getur bćtt ţekkingu sína, leikni og hćfni.   ​

Námsmat í símatsáfanga ţarf ađ minnsta kosti ađ byggja á fjórum ólíkum námsmatsţáttum. Miđađ er viđ ađ enginn námsmatsţáttur gildi meira en 35% af lokaeinkunn. Í námsáćtlun hvers áfanga er gerđ frekari grein fyrir tilhögun námsmats.

 

Lokaverkefnisáfanga

Í lokaverkefnisáfanga er námsmat fjölbreytt og reynir á ţekkingu, leikni og hćfni nemenda. Námsmatiđ á ađ vera upplýsandi um stöđu nemandans í viđkomandi áfanga og leiđbeina honum á uppbyggilegan hátt međ reglulegri endurgjöf hvernig hann getur bćtt ţekkingu sína, leikni og hćfni.   ​

Nemandi velur sér verkefni miđađ viđ sína námsbraut í samráđi viđ kennara/leiđbeinanda. Öllu jafna er lokaverkefniđ einstaklings- eđa tveggja manna verkefni. Mikil áhersla er lögđ á sjálfstćđ og skapandi vinnubrögđ. Leggja ţarf mat á a.m.k. fjóra ţćtti ţar sem minni verkefni leiđa ađ lokaverkefni. Vćgi lokaverkefnis ţarf ađ lágmarki ađ vera 50%.  Í námsáćtlun hvers áfanga er gerđ frekari grein fyrir tilhögun námsmats.


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar