Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: Enginn


Lýsing á efni áfangans:

Í áfanganum á nemendum að gefast tækifæri til að byggja sig upp og bæta lífstíl sinn líkamlega og andlega. Þeir fá hvatningu til að efla sig á sem fjölbreyttastan hátt og nýta sér stuðning hvers annars. Skipulögð hreyfing er þrisvar sinnum í viku, blandaðir tímar fyrir þol, styrk og liðleika. Unnið er sameiginlega að gagnagrunni eins og að útbúa matseðla og teknar saman einfaldar og hollar uppskriftir. Æft sig í að búa sér í haginn og spara þar með pening og tíma í leiðinni. Hver og einn setur sér markmið hvað varðar heilsu, lífstíl, næringar og líkamsástand. Leitast verður við að allir finni sína hreyfingu.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • hvaða þættir í umhverfinu og hjá hverjum og einum stuðla að góðu heilsufari
  • mikilvægi fjölbreytts mataræðis bæði í einstökum máltíðum og í heild sinni
  • að greina styrkleika sína og veikleika

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • að skipuleggja eigin hreyfingu og mataræði
  • lesa utan á matvæli og greina næringargildi
  • sjálfstæðum vinnubrögðum í tækjasal
  • að vinna út frá sjálfsgreiningu og skipuleggja sig  í framhaldinu

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • öðlast og viðhalda góðri heilsu til að takast á við daglegt líf
  • lifa heilbrigðu lífi

Námsmat:

  • Mæting, vinnusemi og virkni. Gerð og framkvæmd æfingaáætlunar. Matardagbók og fleiri stutt verkefni.